Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2024 12:30 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar. Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Skotinn Paul Dickov sagði sögu af Mourinho í hlaðvarpinu Fighting Talk í breska ríkisútvarpinu, BBC, á dögunum. „Árið 1989 var ég í U15 ára landsliði Skotlands í æfingabúðum í Largs. Þangað komu þjálfarar víða að úr heiminum, frá Suður-Ameríku og víðar, til að fá þjálfararéttindi sín hjá Craig Brown og Andy Roxburgh,“ segir Dickov. Þar sáu Dickov og liðsfélagar hans um að þrífa og halda utan um takkaskó, bolta og vesti auk þess að vera þátttakendur í æfingum þjálfaranna. Dickov segir þá að tveir portúgalskir þjálfarar hafi komið hvað best fram við pjakkana og tveir þeirra hafi gefið honum Copa Mundial takkaskó í lok námskeiðs. Dickov í umræddum leik við Chelsea á Stamford Bridge. Mourinho heilsaði upp á hann í göngunum fyrir leik.Getty Fimmtán árum síðar hafði José Mourinho unnið Meistaradeildina með Porto og tekið í kjölfarið við sem þjálfari Chelsea sumarið 2004. Dickov samdi sama sumar við Blackburn á Englandi en þekkti ekki Portúgalann. Þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni kom Mourinho að Dickov í göngunum fyrir leik. „Ég fæ pot í öxlina og Mourinho segir við mig „Paul! John Terry, Frank Lampard og liðsfélagar mínir horfa á mig ekki vitandi hvað sé í gangi. Ég kveikti ekki,“ „Mourinho segir þá: „Þú mannst ekki eftir mér er það?“ Og bætti þá við: „Largs, 1989“. Hann sagðist hafa fylgst með ferlinum mínum og hrósaði mér,“ segir Dickov en frásögn hans má sjá í spilaranum að neðan. Turns out Jose Mourinho and Paul Dickov (@OfficialPDickov) go way back Listen to the Fighting Talk podcast on BBC Sounds https://t.co/yC1jY1dbic#bbcfootball #cfc #Rovers pic.twitter.com/i23x2uTVOo— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 13, 2024 Dickov fór ungur til Arsenal en lék svo lengst af með Manchester City sem hann fylgdi frá annarri deild upp í þá efstu. Þá spilaði hann með Leicester City, Blackburn Rovers og fleiri liðum á Englandi. Hann spilaði tíu landsleiki fyrir Skota á árunum 2000 til 2004. Dickov reyndi fyrir sér í þjálfun og stýrði bæði Oldham Athletic og Doncaster Rovers með misjöfnum árangri. Hann vinnur í dag í fjölmiðlum, hvað mest hjá Manchester City TV.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira