Átta dagar í EM-umspil: Njósnar fyrir Ísland í Bosníu Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 10:58 Mykhailo Mudryk og félagar í úkraínska landsliðinu spila fyrir framan Jörgen Lennartsson, njósnara Íslands, í Bosníu í næstu viku því mögulega mætast Ísland og Úkraína í úrslitaleik um EM-sæti. Samsett/Getty Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, einbeitir sér alfarið að leiknum við Ísrael í EM-umspilinu í næstu viku en hefur valið tvo „njósnara“ til undirbúnings fyrir mögulegan úrslitaleik um EM-sæti. Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Ísland mætir Ísrael fimmtudaginn 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM, og vegna stríðsins á Gasa fer leikurinn fram í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurliðið spilar til úrslita 26. mars við sigurliðið úr leik Bosníu og Úkraínu, annað hvort í Bosníu eða Póllandi (vegna stríðsins í Úkraínu). Íslenski hópurinn verður valinn á föstudaginn og kemur svo saman til æfinga næsta mánudag, vel undirbúinn um það sem búast má við frá Ísrael sem Ísland mætti reyndar í Þjóðadeildinni sumarið 2022. En á meðan Ísland og Ísrael mætast þá eigast Bosnía og Úkraína við í Bosníu og þar verður sænskur njósnari að störfum fyrir Ísland. Sá heitir Jörgen Lennartsson og vann með Hareide hjá danska landsliðinu og í Helsingborg, og kom inn í teymi íslenska landsliðsins í fyrra. „Vil geta einbeitt mér alfarið að Ísrael“ Lennartsson er með það hlutverk að greina sérstaklega lið Úkraínu, til að geta svo gefið Hareide og leikmönnum Íslands gagnlega skýrslu. Åge Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson einbeita sér að leiknum við Ísrael í næstu viku og vonandi verður gleðin við völd eftir þann leik.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest,“ segir Hareide við Vísi og bætir við: „Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael.“ Davíð með allar upplýsingar um Bosníu Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, mun svo veita sína sýn á leik Bosníu, fari svo að Bosníumenn verði andstæðingar Íslands. Davíð verður þó ekki á leik Bosníu við Úkraínu þar sem áætlanir varðandi undirbúning fyrir mikilvægan leik U21-landsliðsins við Tékkland breyttust, en sá leikur fer fram 26. mars. Hareide og hans fólk veit hins vegar margt um Bosníumenn eftir að hafa mætt þeim, og Hareide reiknar líka mun frekar með því að mæta Úkraínu í úrslitaleik. „Davíð er með allar upplýsingar um Bosníu og mun fylgja bosníska liðinu eftir, þó að hann eigi einnig mikilvægan leik fyrir höndum með U21-liðinu gegn Tékklandi daginn eftir okkar leik. Hann mun undirbúa allt fari svo að Bosnía vinni Úkraínu, en ég held að það gerist ekki. Við höfum líka mætt Bosníu áður og vitum margt um það lið,“ segir Hareide.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01 Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Níu dagar í EM-umspil: Milljarðar gætu streymt til KSÍ Knattspyrnusamband Íslands fékk 1,9 milljarða króna framlag frá UEFA vegna þátttöku sinnar á EM karla í Frakklandi 2016. Mögulegt verðlaunafé tengt Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar er enn hærra. Evrópumeistararnir gætu fengið 4,2 milljarða króna. 12. mars 2024 11:01
Tíu dagar í EM-umspil: Stríðin og sending Þóris skiluðu Íslandi hingað Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er aðeins 180 mínútum frá sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi í sumar. En hvernig endaði liðið í þessari stöðu, eftir að hafa aðeins unnið sárafáa leiki á síðustu árum? 11. mars 2024 10:01