Raya hetjan þegar Arsenal komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 22:50 David Raya varði tvær vítaspyrnur og tryggði Arsenal sæti í 8-liða úrslitum. Shaun Botterill/Getty Images Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé David Raya, markverði liðsins, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Porto í kvöld. Fyrir leik kvöldsins á Emirates-vellinum í Lundúnum var Porto 1-0 yfir eftir sigur í Portúgal. Það var því ljóst að Arsenal þyrfti tvö mörk til að komast áfram. Mörkin tvö komu ekki og því þurfti að útkljá viðureignina með vítaspyrnukeppni. Arsenal var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þó án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri framan af. Líkt og í fyrri leiknum áttu Skytturnar gríðarlega erfitt með að brjóta þéttan varnarmúr Porto á bak aftur. Á 41. mínútu brotnaði ísinn þó loks. Leandro Trossard skoraði þá með föstu skoti úr þröngu færi eftir undirbúning Martin Ødegaard. Færið var þröngt og mögulega átti Diogo Costa að gera betur í marki gestanna. Leandro Trossard jafnaði metin í einvíginu.EPA-EFE/NEIL HALL Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í hálfleik. Það þýddi að staðan í einvíginu var jöfn 1-1 og allt undir í síðari hálfleiknum. Aftur voru það Skytturnar sem voru sterkari aðilinn en þær komust lítt áleiðis gegn hinum margreynda Pepe og félögum hans í vörn Porto. Þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka hélt Ødegaard að hann hefði komið heimamönnum í 2-0. Dómari leiksins flautaði hins vegar brot á Kai Havertz sem reif í treyjuna á áðurnefndum Pepe í aðdraganda marksins. Staðan því áfram 1-0 og allt í járnum í Lundúnum. Kemur svo sem lítið á óvart að Pepe hafi nælt sér í gult spjald í kvöld.EPA-EFE/NEIL HALL Í raun gerðist ekki annað markvert það sem eftir lifði leiks og staðan því enn 1-0 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar sem staðan í einvíginu var þá jöfn 1-1 þurfti að framlengja. Fyrri hálfleikur hennar var hægur, þungur og heldur óspennandi. Staðan því enn 1-0 þegar síðari hálfleikur framlengingarinnar var flautaður á, þar var það sama upp á teningnum. Því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Var þetta fyrsta vítaspyrnukeppnin í Meistaradeild Evrópu síðan Real Madríd varð Evrópumeistari vorið 2016. We go to penalties for the first time since 2016 #UCL pic.twitter.com/QlEcRI1I78— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 12, 2024 Ødegaard, Havertz, Bukayo Saka og Declan Rice skoruðu allir af öryggi úr spyrnum sínum. Pepé, ekki sá fertugi, skoraði fyrir Porto áður en David Raya varði frá Wendell. Raya var svo nærri búinn að verja spyrnu Marko Grujić áður en hann tryggði Arsenal farseðilinn í 8-liða úrslitin með því að verja vítaspyrnu Galeno. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé David Raya, markverði liðsins, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Porto í kvöld. Fyrir leik kvöldsins á Emirates-vellinum í Lundúnum var Porto 1-0 yfir eftir sigur í Portúgal. Það var því ljóst að Arsenal þyrfti tvö mörk til að komast áfram. Mörkin tvö komu ekki og því þurfti að útkljá viðureignina með vítaspyrnukeppni. Arsenal var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þó án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri framan af. Líkt og í fyrri leiknum áttu Skytturnar gríðarlega erfitt með að brjóta þéttan varnarmúr Porto á bak aftur. Á 41. mínútu brotnaði ísinn þó loks. Leandro Trossard skoraði þá með föstu skoti úr þröngu færi eftir undirbúning Martin Ødegaard. Færið var þröngt og mögulega átti Diogo Costa að gera betur í marki gestanna. Leandro Trossard jafnaði metin í einvíginu.EPA-EFE/NEIL HALL Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í hálfleik. Það þýddi að staðan í einvíginu var jöfn 1-1 og allt undir í síðari hálfleiknum. Aftur voru það Skytturnar sem voru sterkari aðilinn en þær komust lítt áleiðis gegn hinum margreynda Pepe og félögum hans í vörn Porto. Þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka hélt Ødegaard að hann hefði komið heimamönnum í 2-0. Dómari leiksins flautaði hins vegar brot á Kai Havertz sem reif í treyjuna á áðurnefndum Pepe í aðdraganda marksins. Staðan því áfram 1-0 og allt í járnum í Lundúnum. Kemur svo sem lítið á óvart að Pepe hafi nælt sér í gult spjald í kvöld.EPA-EFE/NEIL HALL Í raun gerðist ekki annað markvert það sem eftir lifði leiks og staðan því enn 1-0 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar sem staðan í einvíginu var þá jöfn 1-1 þurfti að framlengja. Fyrri hálfleikur hennar var hægur, þungur og heldur óspennandi. Staðan því enn 1-0 þegar síðari hálfleikur framlengingarinnar var flautaður á, þar var það sama upp á teningnum. Því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram. Var þetta fyrsta vítaspyrnukeppnin í Meistaradeild Evrópu síðan Real Madríd varð Evrópumeistari vorið 2016. We go to penalties for the first time since 2016 #UCL pic.twitter.com/QlEcRI1I78— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 12, 2024 Ødegaard, Havertz, Bukayo Saka og Declan Rice skoruðu allir af öryggi úr spyrnum sínum. Pepé, ekki sá fertugi, skoraði fyrir Porto áður en David Raya varði frá Wendell. Raya var svo nærri búinn að verja spyrnu Marko Grujić áður en hann tryggði Arsenal farseðilinn í 8-liða úrslitin með því að verja vítaspyrnu Galeno.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“