Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 07:03 Rauði krossinn í Rússlandi hefur verið sakaður um að ganga erinda stjórnvalda og taka afstöðu gegn Úkraínu. Getty/Yevhen Titov Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Guardian greinir frá málinu og nefnir meðal annars aðkomu forseta Rauða krossins í Rússlandi í „föðurlandssamtökum“ hliðhollum Vladimir Pútín Rússlandsforseta, háttsetta starfsmenn sem hafa tjáð sig um ómöguleika þess að ná friði við „úkraínska nasista“ og þátttöku samtakanna í herþjálfun barna. Þá virðast skjöl sem lekið var til fréttasíðunnar Delfi í Eistlandi og deilt með fleiri miðlum, meðal annars Guardian, benda til þess að yfirvöld í Rússlandi hafi í hyggju að úthýsa alþjóðlega Rauða krossinum á hernumdum svæðum í Úkraínu og fjármagna þess í stað eigin „Rauða kross“ á svæðunum. Alþjóðahreyfingin hefur sætt nokkrum þrýstingi vegna starfsemi Rauða krossins í Rússlandi og hefur sagst hafa málið til skoðunar. Samtökin eru nú hins vegar sögð sæta auknum þrýstingi en það er á forræði þeirra að grípa til aðgerða og jafnvel segja upp aðild Rússlandsdeildarinnar. Öll svæðis- og landssamtök Rauða krossins eru bundin af grunngildum hreyfingarinnar um sjálfstæði og hlutleysi en Rauði krossinn í Rússlandi virðist undantekning. Pavel Savchuk, 29 ára forseti landssamtakanna, var til að mynda starfsmaður Rússnesku þjóðfylkingarinnar (ONF), sem stofnuð var af Pútín og hefur það að markmiði að rækta tengsl milli stjórnarflokksins Sameinaðs Rússlands og ýmissa samtaka sem eru ekki á vegum hins opinbera. Þá undirritaði hann í janúar síðastliðnum samkomulag milli Rauða krossins og Artek, barnabúða á Krímskaga, sem hafa sætt þvingunum af hálfu Vesturlanda en Bandaríkjamenn hafa sakað búðirnar um að eiga þátt í að taka úkraínsk börn frá fjölskyldum sínum og meina þeim að snúa aftur. Eins og fyrr segir hafa háttsettir starfsmenn Rauða krossins í Rússlandi einnig tekið opinberlega afstöðu með rússneskum stjórnvöldum gegn Úkraínu og þá hafa náðst myndir af starfsmönnum samtakanna taka þátt í herþjálfun ungra barna, þar sem átta ára börnum var meðal annars kennt að meðhöndla skotvopn. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira