Von á tilkynningu frá RÚV vegna Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. mars 2024 09:54 Hera Björk fór með sigur úr býtum í Söngvakeppninni og yrði öll önnur ár sjálfkrafa keppandi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Von er á tilkynningu frá Ríkisútvarpinu vegna ákvörðunar um þátttöku Íslands í Eurovision. Þetta segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri. Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu. Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Eins og fram hefur komið er 11. mars síðasti dagurinn til þess að tilkynna opinberlega um þátttöku í Eurovision. Áður hefur komið fram að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvort Ísland muni taka þátt. Sagði í svörum Ríkisútvarpsins til Vísi í síðustu viku að það væri enn til skoðunar. Eins og alþjóð veit fór Hera Björk með sigur af hólmi í Söngvakeppninni þar síðustu helgi. Öll önnur ár myndi hún því sjálfkrafa fara út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Í janúar tilkynntu stjórnendur Ríkisútvarpsins hinsvegar, eftir þrýsting um að sniðganga Eurovision í ár ef Ísrael tekur þátt, að þeir hefðu ákveðið að taka ekki ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision fyrr en að lokinni Söngvakeppninni. Það yrði gert í samráði við sigurvegara keppninnar. Hera Björk hefur ítrekað lýst því yfir að hún vilji fara út til Malmö fyrir Íslands hönd. Ekki var einhugur um það í hópnum sem stóð að atriði Heru en Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda lagsins sagði samvisku sína ekki geta leyft það. Ákvörðun tekin síðar í dag Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppinnar, segir í skriflegu svari til Vísis að það sé Stefán Eiríkssonar útvarpsstjóra og Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins að taka ákvörðun um málið. Ekki náðist í Skarphéðinn vegna málsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Stefán nú að þegar ákvörðun um þátttökuna liggi fyrir muni koma tilkynning frá Ríkisútvarpinu.
Eurovision Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira