Viðskipti innlent

Líf­eyris­sjóðir fái eignir Heimstaden á 15 milljarða af­slætti

Árni Sæberg skrifar
Drjúgur hluti íbúða Heimstaden er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Drjúgur hluti íbúða Heimstaden er á Ásbrú í Reykjanesbæ. Vísir/Arnar

Sjóður í eigu nokkurra lífeyrissjóða í stýringu Stefnis er sagður munu greiða 61 milljarð króna fyrir allt hlutafé í leigufélaginu Heimstaden. Fasteignamat eigna Heimstaden er tæpir 76 milljarðar króna.

Þetta hefur Mbl.is eftir heimildum. Í frétt mbl segir að bókfært virði eignanna sé 74 milljarðar króna og Heimstaden hafi gefið út í október síðastliðnum að bókfært virði væri 75 milljarðar.

Tilkynnt var um kaup sjóðsins á öllu hlutafé í Heimstaden ehf. af Fredensborg AS þann 12. október síðastliðinn. 

Þá sagði að kaupin væri meðal annars háð áreiðanleikakönnun og samþykki lífeyrissjóðanna. Í vikunni sem leið var svo tilkynnt um að gengið hefði verið frá kaupunum. Þau eru þó með fyrirvara um samþykki Samkeppnisyfirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×