Hver á að borga? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2024 10:00 Frá árinu 2019 hafa þingmenn Viðreisnar varað við óheillaþróun í fjármálum ríkisins. Þá þegar var ljóst að rekstur ríkissjóðs var ósjálfbær. Ljóst var að kraftaverk þyrfti til ef forðast átti verðbólgu, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir almenning og fyrirtæki. Viðreisn hefur einnig varað ítrekað við skuldasöfnun ríkisins og gert árlegar tillögur um aðhaldsaðgerðir, aukna tekjuöflun og einföldun kerfisins. Viðreisn benti einnig ítrekað á að þeir lágu vextir sem ríktu á COVID tímanum væru líklegir til þess að vera tímabundnir ef áframhald yrði á þensluhvetjandi fjáraustri hins opinbera. Og þá myndu bæði ríkissjóður, skuldsett heimili og leigjendur vera í erfiðri stöðu. Á þessi varnarorð var ekki hlustað. Miklu heldur auglýsti flokkur fjármálaráðherra digurbarklega fyrir síðustu kosningar að Ísland væri orðið lágvaxtaland! Mikilvægir langtímasamningar Verðbólga varð hærri og lengur viðvarandi en gerðist í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé talað um hið háa vaxtastig. Vextir verða reyndar ávallt tvisvar til þrisvar sinnum hærri en gerist annars staðar. Sama hvernig árar. Hinn rammíslenski krónuskattur leggst miskunnarlaust á fjölskyldur landsins. Viðreisn hefur haldið þessum málflutningi áfram eftir að verðbólga jókst. Viðreisn hefur varað við því að skella allri ábyrgð um aðhald á þröngan hóp skuldsettra heimila. Það er vont að láta þau bera stærstan part af kostnaði vegna vaxtahækkana sem voru beinar afleiðingar útgjaldaaukningar ríkisins. Nú loks hefur verkalýðshreyfinunni tekist að sannfæra stjórnvöld um ósanngirni hagstjórnar núverandi ríkisstjórnar. Samið hefur verið um verulega hækkun húsnæðisstuðnings. Það er gott og mikilvægt. Það er einnig mikið fagnaðarefni að samningar hafa náðst til langs tíma. Það veitir von. En krefst um leið skýrra svara þegar kemur að ríkisfjármálum. Það er því ákveðin kaldhæðni örlaganna að þessum kjarasamningum er ætlað að vinna til baka það tjón sem slök efnahagsstjórn, verðbólga og séríslenskir vextir hafa valdið heimilum og fyrirtækjum landsins. Þar spilar gjaldmiðillinn okkar auðvitað stórt hlutverk en árlegur kostnaður þjóðarinnar vegna hærri vaxta miðað við evru er vel yfir 200 milljarðar. Þrátt fyrir það var kjarkmikil og framsýn tillaga Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um að skipa hóp óháðra erlendra aðila til að fara yfir kosti og galla íslensku krónunnar, lögð til hliðar. Áfram á því að pissa í skóinn sinn. Þurfum ríkisstjórn sem talar skýrt Fyrrnefnd húsæðisaðgerð er mikilvæg. En ein og sér auk annarra skuldbindinga ríkisins er þetta skammgóður vermir. Því eftir stendur hvernig ríkisstjórnin ætlar að fjármagna útgjaldaaukninguna sem fylgir skuldbindingum hennar. Hver borgar? Ætla stjórnvöld að fjármagna þennan pakka með erlendri lántöku? Ef það verður nálgunin er líklegt að nýlega undirritaðir kjarasamningar verða skammlífir. Ríkisstjórnin hefur imprað á að fara í aðhald og hagræðingu. Í þeim efnum er trúverðugleikinn lítill enda afrekaskrá ríkisstjórnar þar engin. Hún kann hins vegar eitt og annað fyrir sér í skattahækkunum og þarf því að tala tæpitungulaust um hvaða skatta og gjöld hún ætlar sér að hækka. Ríkisstjórnin þarf að svara því hvernig hún ætlar að koma í veg fyrir að dýrmæt kaupmáttaraukning sem nýir kjarasamningar skapa muni ekki brenna upp í áframhaldandi verðbólgu? Annars gerist hún sek um verstu gerð svika – að skrifa undir samning sem hún hefur ekki í hyggju að standa við. Blekkja þjóðina. Þjóðin á kröfu á að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja að kostnaður við þessa kjarasamninga fari ekki beint út í verðlag og geri þá að tómum bókstaf. Óljós svör þar um duga ekki. Því miður er reynslan af þessari ríkisstjórn sú að hún hefur hvorki haft getu til að draga úr þenslu báknsins né sækja meiri tekjur. Flest allt er fjármagnað með lánum. Þau varpa kostnaðinum inn í framtíðina. Axla ekki ábyrgð. Það verður hins vegar verkefni næstu ríkisstjórnar. Viðreisn er tilbúin í það verkefni. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Frá árinu 2019 hafa þingmenn Viðreisnar varað við óheillaþróun í fjármálum ríkisins. Þá þegar var ljóst að rekstur ríkissjóðs var ósjálfbær. Ljóst var að kraftaverk þyrfti til ef forðast átti verðbólgu, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir almenning og fyrirtæki. Viðreisn hefur einnig varað ítrekað við skuldasöfnun ríkisins og gert árlegar tillögur um aðhaldsaðgerðir, aukna tekjuöflun og einföldun kerfisins. Viðreisn benti einnig ítrekað á að þeir lágu vextir sem ríktu á COVID tímanum væru líklegir til þess að vera tímabundnir ef áframhald yrði á þensluhvetjandi fjáraustri hins opinbera. Og þá myndu bæði ríkissjóður, skuldsett heimili og leigjendur vera í erfiðri stöðu. Á þessi varnarorð var ekki hlustað. Miklu heldur auglýsti flokkur fjármálaráðherra digurbarklega fyrir síðustu kosningar að Ísland væri orðið lágvaxtaland! Mikilvægir langtímasamningar Verðbólga varð hærri og lengur viðvarandi en gerðist í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé talað um hið háa vaxtastig. Vextir verða reyndar ávallt tvisvar til þrisvar sinnum hærri en gerist annars staðar. Sama hvernig árar. Hinn rammíslenski krónuskattur leggst miskunnarlaust á fjölskyldur landsins. Viðreisn hefur haldið þessum málflutningi áfram eftir að verðbólga jókst. Viðreisn hefur varað við því að skella allri ábyrgð um aðhald á þröngan hóp skuldsettra heimila. Það er vont að láta þau bera stærstan part af kostnaði vegna vaxtahækkana sem voru beinar afleiðingar útgjaldaaukningar ríkisins. Nú loks hefur verkalýðshreyfinunni tekist að sannfæra stjórnvöld um ósanngirni hagstjórnar núverandi ríkisstjórnar. Samið hefur verið um verulega hækkun húsnæðisstuðnings. Það er gott og mikilvægt. Það er einnig mikið fagnaðarefni að samningar hafa náðst til langs tíma. Það veitir von. En krefst um leið skýrra svara þegar kemur að ríkisfjármálum. Það er því ákveðin kaldhæðni örlaganna að þessum kjarasamningum er ætlað að vinna til baka það tjón sem slök efnahagsstjórn, verðbólga og séríslenskir vextir hafa valdið heimilum og fyrirtækjum landsins. Þar spilar gjaldmiðillinn okkar auðvitað stórt hlutverk en árlegur kostnaður þjóðarinnar vegna hærri vaxta miðað við evru er vel yfir 200 milljarðar. Þrátt fyrir það var kjarkmikil og framsýn tillaga Vilhjálms Birgissonar verkalýðsforingja um að skipa hóp óháðra erlendra aðila til að fara yfir kosti og galla íslensku krónunnar, lögð til hliðar. Áfram á því að pissa í skóinn sinn. Þurfum ríkisstjórn sem talar skýrt Fyrrnefnd húsæðisaðgerð er mikilvæg. En ein og sér auk annarra skuldbindinga ríkisins er þetta skammgóður vermir. Því eftir stendur hvernig ríkisstjórnin ætlar að fjármagna útgjaldaaukninguna sem fylgir skuldbindingum hennar. Hver borgar? Ætla stjórnvöld að fjármagna þennan pakka með erlendri lántöku? Ef það verður nálgunin er líklegt að nýlega undirritaðir kjarasamningar verða skammlífir. Ríkisstjórnin hefur imprað á að fara í aðhald og hagræðingu. Í þeim efnum er trúverðugleikinn lítill enda afrekaskrá ríkisstjórnar þar engin. Hún kann hins vegar eitt og annað fyrir sér í skattahækkunum og þarf því að tala tæpitungulaust um hvaða skatta og gjöld hún ætlar sér að hækka. Ríkisstjórnin þarf að svara því hvernig hún ætlar að koma í veg fyrir að dýrmæt kaupmáttaraukning sem nýir kjarasamningar skapa muni ekki brenna upp í áframhaldandi verðbólgu? Annars gerist hún sek um verstu gerð svika – að skrifa undir samning sem hún hefur ekki í hyggju að standa við. Blekkja þjóðina. Þjóðin á kröfu á að vita hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja að kostnaður við þessa kjarasamninga fari ekki beint út í verðlag og geri þá að tómum bókstaf. Óljós svör þar um duga ekki. Því miður er reynslan af þessari ríkisstjórn sú að hún hefur hvorki haft getu til að draga úr þenslu báknsins né sækja meiri tekjur. Flest allt er fjármagnað með lánum. Þau varpa kostnaðinum inn í framtíðina. Axla ekki ábyrgð. Það verður hins vegar verkefni næstu ríkisstjórnar. Viðreisn er tilbúin í það verkefni. Höfundur er formaður Viðreisnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun