Jöfnun launa milli markaða forsenda kjarasamnings Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2024 13:03 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari ræða málin í Karphúsinu. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að samtökin muni horfa að miklu leyti til nýrra kjarasamninga sem undirritaðir voru í gær við kjaraviðræður samtakanna. Jöfnun launa milli markaða sé þó forsenda kjarasamnings. Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Undirritun kjarasamninga milli SA og breiðfylkingar stéttarfélaga í gær markar mikil tíðindi á vinnumarkaði. Stór félög eiga þó eftir að ganga fá kjarasamingum, félög á borð við VR, en félagið sleit sig eftirminnilega frá Breiðfylkingunni fyrir nokkru. Fagfélögin eru í miðjum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og samtökin BSRB hafa þegar hafið viðræður. „Það voru auðvitað gerðir skammtímasamningar síðast þar sem sett voru í verkáætlun ýmis atriði sem ræða átti á tímabilinu og við erum svo sem búin að vera að þoka þeim málum áfram, eins og mál varðandi vaktavinnu og veikindakafla og annað. Síðan erum við að setja okkur í stellingar og erum aðeins búin að eiga samtöl þannig það má segja að viðræðurnar séru nú þegar hafnar, fyrir þónokkru síðan,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Kröfur svipaðar Framkvæmdastjóri SA sagði við undirritun nýs kjarasamnings í gær að samningurinn væri stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Sonja segist hafa tekið undir markmið Breiðfylkingarinnar varðandi vexti og verðbólgu. „Kröfurnar hjá aðildarfélögum BSRB hafa verið af sama toga og hjá þeim.“ En er eitthvað sem þið þurfið að fá fram sem er ekki í þessum samningum? „Það sem auðvitað brennur helst hjá okkar fólki er að við fórum í stórar breytingar á vinnutíma árið 2020 og það eru sérstaklega vaktavinnuhóparnir okkar sem krefjast breytinga og við höfum verið í þeirri vinnu með ríki og sveitarfélögum. Sömuleiðis höfum við verið í vinnu í ansi mörg ár varðandi jöfnun launa milli markaða sem er þó ekki á kjarasamningsborðinu en það að tekin verði skýr næstu skref í því verkefni er forsenda þess að við getum skrifað undir kjarasamninga.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50