Skiptir úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 07:30 William Cole Campbell í leik með Borussia Dortmund í æfingarleik á móti AZ Alkmaar. Getty/Samuel Carreno Gadea William Cole Campbell hefur ákveðið að feta sömu slóð og Aron Jóhannsson og velja það frekar að spila fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024 Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024
Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira