Síðasta sláturhúsi Austurlands lokað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. mars 2024 16:46 Vopnafjörður. Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar. Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Bændablaðsins í dag. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri Sláturfélags Vopnfirðinga segir rekstraraðstæður sláturfélagsins gera það að verkum að félagið sé ekki lengur samkeppnishæft um verð á við stóru húsin. Stjórnin hafi óskað eftir heimild til að hætta slátrun, selja eignir félagsins og slíta félaginu. Hluthafar sláturfélagsins voru um 64 talsins. Meirihlutinn tilheyrði Búnaðarfélagi Vopnafjarðar, Vopnafjaðarhreppi og bændum af svæðinu. Kjarnafæði Norðlenska átti um 35 prósent hlutafjár, en Kjarnafæði var helsti kaupandi afurða félagsins. Talsverð áhrif á samfélag Vopnfirðinga Fjögur heilsársstörf á Vopnafirði hverfa við lokunina, en umreiknuð störf hjá Sláturfélagi Vopnfirðinga eru um tíu ársstörf. Innspýting 30-40 manns í sauðfjársláturtíð í september og október hafi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Þetta þýðir einnig að erfiðara verður fyrir Vopnfirðinga að nálgast kjöt á hagstæðu verði. Sláturfélagið hefur selt kjöt beint til neytenda og nærsamfélagsins á einhvern hátt, til dæmis beint í togarana segir Skúli. Þjónusta við bændur verður nú lengra í burtu og flutningur á fé mun lengri, eða um 150-250 km eftir því hvaða sláturhús bændur velji að leggja inn hjá. Reiknað er með því að bændur komist þokkalega að annars staðar.
Vopnafjörður Landbúnaður Tengdar fréttir Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hvers eiga bændur að gjalda? Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. 23. ágúst 2023 16:01