Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 12:15 Maðurinn var stöðvaður við komuna til Keflavíkurflugvallar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira