Þögull sem gröfin um söluna á Wok On til Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2024 15:56 Wok On blés út í eigu Kristjáns Ólafs og opnaði meðal annars útibú í Vík í Mýrdal. Öllum útibúum var lokað í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í gær. Wok on Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on veitingastaðanna, segir lögreglu ekki hafa rætt við sig í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir embættisins víða um land í gær. Hann segist enda ekki tengjast málinu með nokkrum hætti. „Wok On er nýr asískur heilsuveitingastaður í Borgartúni 29. Staðurinn sérhæfir sig í asískri Wok matargerð þar sem hollusta og gæði eru í fyrirrúmi,“ sagði í frétt Veitingageirans í júní 2016. Síðan hefur veitingastaðnum vaxið fiskur um hrygg og rekur nú níu veitingastaði víða um land. Rekstur þeirra er í uppnámi eftir handtöku eigandans í gær. Áréttaði engin tengsl við matvælalagerinn ólöglega Athygli vakti í lok febrúar þegar Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Hann framdi brotin sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Var hann dæmdur til að greiða 87 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið Wok On ehf. til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Víetnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglega matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni og svo fjölmörgum athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna Pho Víetnam staðanna þar sem tveir þeirra fengu falleinkunn eftirlitsins. Eftir fregnirnar af Vy-þrifum og Pho Víetnam í nóvember sá Kristján Ólafur sig knúinn til að senda fjölmiðlum tilkynningu. Þar áréttaði hann að Wok On hefði engin tengsl við matvælalagerinn í Sóltúni. Þá hefði Davíð engin tengsl við Wok On ehf þó hann ætti 40 prósenta hlutfall í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Davíð allt í einu orðinn eigandi „Wok On ehf. er 100% eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson á 40% í Wok On Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Eftir að skattsvikadómurinn féll yfir Kristjáni Ólafi kom í ljós að hann væri ekki lengur skráður eigandi Wok On. Davíð Viðarsson var orðinn einn eigandi að Wok On ehf. frá því um miðjan janúar eða á þeim tíma sem Kristján Ólafur stóð í ströngu í dómsmáli sínu. Gleymdi að hann var framkvæmdastjóri Fréttastofa hafði samband við Kristján Ólaf þann 29. febrúar og óskaði eftir að ná tali af honum símleiðis. Hann óskaði eftir skriflegum spurningum sem sendar voru á hann um hæl. Meðal annars hvers vegna hann hefði selt fyrirtækið. „Ég var eigandi og stjórnarformaður Wok On á sínum tíma en var aldrei skráður sem framkvæmdastjóri enda var ekki skráður framkvæmdstjóri hjá fyrirtækinu meðan ég átti það. Ég vildi einfaldlega einbeita mér að öðrum verkefnum og ákvað því að selja reksturinn. Sjálfur get ég ekki svarað því hvernig málum er hagað innan Wok On núna þar sem ég kem ekki lengur að rekstri, hafandi selt fyrirtækið,“ sagði Kristján Ólafur. Blaðamaður benti Kristján Ólafi þá á að hann hefði verið skráður framkvæmdastjóri hjá Wok On samkvæmt eigendaskiptum hjá Credit Info. Þá svaraði Kristján Ólafur því til að hann hefði misminnt. Hann hefði verið stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og eigandi. Alls ótengdur málinu Blaðamaður hringdi í Kristján Ólaf í dag til að spyrja út í hans viðbrögð við lögregluaðgerðunum umfangsmiklu í gær þar sem öllum veitingastöðum Wok On var lokað. Kristján óskaði eftir því að fá spurningar sendar skriflega. Blaðamaður sendi fjölmargar spurningar sem sneru að tengslum Kristjáns Ólafs og Davíðs Viðarssonar og sölunni á Wok On í janúar. Davíð var á meðal sex sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. „Nei lögregla hefur ekki haft samband við mig enda tengist þetta mál mér ekki á nokkurn hátt,“ sagði Kristján Ólafur og svaraði ekki fleiri spurningum. Kristján Ólafur vinnur nú að opnun mathallar á Glerártorgi á Akureyri. „Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst. Um leið og við fórum af stað með verkefnið spruttu upp hinar og þessar hugmyndir um veitingastaði í mathöllinni og við hlökkum til að sjá allar þær nýju hugmyndir sem koma til með að berast okkur nú þegar við erum formlega búin að boða komu okkar. Ég hvet alla áhugasama um að hafa samband við okkur,“ segir Kristján Ólafur á vef Glerártorgs. Samningar slitnir eða til skoðunar Krónan sleit nýlega leigusamningi sínum við Wok On. Veitingastaðurinn var með útibú í þremur verslunum Krónunnar. Ballið er búið hjá Wok On í Krónunni.Vísir Þá er samningur Eik fasteignafélags, sem rekur Smáratorg þar sem Wok On er með útibú, til skoðunar. Veitingastaðir Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Wok On er nýr asískur heilsuveitingastaður í Borgartúni 29. Staðurinn sérhæfir sig í asískri Wok matargerð þar sem hollusta og gæði eru í fyrirrúmi,“ sagði í frétt Veitingageirans í júní 2016. Síðan hefur veitingastaðnum vaxið fiskur um hrygg og rekur nú níu veitingastaði víða um land. Rekstur þeirra er í uppnámi eftir handtöku eigandans í gær. Áréttaði engin tengsl við matvælalagerinn ólöglega Athygli vakti í lok febrúar þegar Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Hann framdi brotin sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Var hann dæmdur til að greiða 87 milljónir króna í sekt í ríkissjóð. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið Wok On ehf. til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Víetnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglega matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni og svo fjölmörgum athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna Pho Víetnam staðanna þar sem tveir þeirra fengu falleinkunn eftirlitsins. Eftir fregnirnar af Vy-þrifum og Pho Víetnam í nóvember sá Kristján Ólafur sig knúinn til að senda fjölmiðlum tilkynningu. Þar áréttaði hann að Wok On hefði engin tengsl við matvælalagerinn í Sóltúni. Þá hefði Davíð engin tengsl við Wok On ehf þó hann ætti 40 prósenta hlutfall í Wok on Mathöll ehf. sem starfrækti veitingastaðina á Höfða og í Hafnarfirði. Davíð allt í einu orðinn eigandi „Wok On ehf. er 100% eigandi og eini rekstraraðili sjö Wok On veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Vík og Hveragerði. Davíð Viðarsson á 40% í Wok On Mathöll ehf. sem starfrækir veitingastaði Wok On á Höfða og í Hafnarfirði og aðstoðaði hann við opnun þeirra. Einnig á hann húsnæðið sem Wok On Hafnarfirði er í og leigir veitingastaðurinn það rými frá Davíð. Davíð hefur ekki aðkomu að daglegum rekstri staðanna.“ Eftir að skattsvikadómurinn féll yfir Kristjáni Ólafi kom í ljós að hann væri ekki lengur skráður eigandi Wok On. Davíð Viðarsson var orðinn einn eigandi að Wok On ehf. frá því um miðjan janúar eða á þeim tíma sem Kristján Ólafur stóð í ströngu í dómsmáli sínu. Gleymdi að hann var framkvæmdastjóri Fréttastofa hafði samband við Kristján Ólaf þann 29. febrúar og óskaði eftir að ná tali af honum símleiðis. Hann óskaði eftir skriflegum spurningum sem sendar voru á hann um hæl. Meðal annars hvers vegna hann hefði selt fyrirtækið. „Ég var eigandi og stjórnarformaður Wok On á sínum tíma en var aldrei skráður sem framkvæmdastjóri enda var ekki skráður framkvæmdstjóri hjá fyrirtækinu meðan ég átti það. Ég vildi einfaldlega einbeita mér að öðrum verkefnum og ákvað því að selja reksturinn. Sjálfur get ég ekki svarað því hvernig málum er hagað innan Wok On núna þar sem ég kem ekki lengur að rekstri, hafandi selt fyrirtækið,“ sagði Kristján Ólafur. Blaðamaður benti Kristján Ólafi þá á að hann hefði verið skráður framkvæmdastjóri hjá Wok On samkvæmt eigendaskiptum hjá Credit Info. Þá svaraði Kristján Ólafur því til að hann hefði misminnt. Hann hefði verið stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og eigandi. Alls ótengdur málinu Blaðamaður hringdi í Kristján Ólaf í dag til að spyrja út í hans viðbrögð við lögregluaðgerðunum umfangsmiklu í gær þar sem öllum veitingastöðum Wok On var lokað. Kristján óskaði eftir því að fá spurningar sendar skriflega. Blaðamaður sendi fjölmargar spurningar sem sneru að tengslum Kristjáns Ólafs og Davíðs Viðarssonar og sölunni á Wok On í janúar. Davíð var á meðal sex sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í dag í tengslum við rannsókn lögreglu á málinu. „Nei lögregla hefur ekki haft samband við mig enda tengist þetta mál mér ekki á nokkurn hátt,“ sagði Kristján Ólafur og svaraði ekki fleiri spurningum. Kristján Ólafur vinnur nú að opnun mathallar á Glerártorgi á Akureyri. „Það er löngu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri og við stukkum á tækifærið þegar það gafst. Um leið og við fórum af stað með verkefnið spruttu upp hinar og þessar hugmyndir um veitingastaði í mathöllinni og við hlökkum til að sjá allar þær nýju hugmyndir sem koma til með að berast okkur nú þegar við erum formlega búin að boða komu okkar. Ég hvet alla áhugasama um að hafa samband við okkur,“ segir Kristján Ólafur á vef Glerártorgs. Samningar slitnir eða til skoðunar Krónan sleit nýlega leigusamningi sínum við Wok On. Veitingastaðurinn var með útibú í þremur verslunum Krónunnar. Ballið er búið hjá Wok On í Krónunni.Vísir Þá er samningur Eik fasteignafélags, sem rekur Smáratorg þar sem Wok On er með útibú, til skoðunar.
Veitingastaðir Lögreglumál Mál Davíðs Viðarssonar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05 Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þrír karlar og þrjár konur í vikulangt gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þremur körlum og þremur konum í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir í gær. Ekki hefur fengist staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær, sé meðal þeirra. 6. mars 2024 12:05
Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi. 6. mars 2024 11:23
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. 6. mars 2024 08:42