Mbappé skaut París í átta liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 22:00 Kann vel við sig á Spáni og gæti hugsað sér að búa þar. EPA-EFE/Juan Herrero París Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur á Real Sociedad. Eftir 2-0 sigur í fyrri leikinn í París voru gestir kvöldsins í mjög svo góðum málum þegar leikar hófust í San Sebastian á Spáni. Kylian Mbappé tryggði PSG svo endanlega farseðilinn í 8-liða úrslit þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ousmane Dembélé fær skráða á sig stoðsendingu en Mbappé á þetta mark með húð og hár. Mbappé var kominn nærri alla leið upp að endalínu en náði með góðum gabbhreyfingum að komast í skotfæri á sínum betri hægri fæti. Það var ekki að spyrja að því, boltinn söng í netinu alveg úti við stöng. Paris in control (Agg: 0-3) #UCL pic.twitter.com/6MexlY5ioE— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 PSG þar með 2-0 yfir í einvíginu og það svo gott sem búið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Mbappé forystu gestanna. Hann slapp þá í gegnum vörn Sociedad eftir góða sendingu Kang-In Lee inn fyrir vörn gestanna. Álex Remiro, markvörður heimaliðsins, virtist handviss um að Mbappé ætlaði að smyrja boltann í fjær og skildi allt eftir opið á nær. Það nýtti Frakkinn sér og renndi boltanum einfaldlega í netið. KM. pic.twitter.com/BT1jfGiINb— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 Staðan orðin 0-2 og PSG því 4-0 yfir í einvíginu og því svo sannarlega lokið. Þegar hér var komið við sögu virtist eina spurningin hversu stór sigur PSG yrði. Það má segja að gestirnir hafi slakað eilítið of mikið á klónni en Ander Barrenetxea minnkaði muninn ekki löngu síðar, eða svo hélt hann. Markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skorað það gaumgæfilega. Það var svo undir lok leiks sem Mikel Merino minnkaði muninn fyrir Sociedad þegar boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur á San Sebastian í kvöld. PSG vinnur því einvígið 4-1 og er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mbappé er svo sannarlega betri en enginn. Það veit Dembélé.EPA-EFE/Juan Herrero Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
París Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 útisigur á Real Sociedad. Eftir 2-0 sigur í fyrri leikinn í París voru gestir kvöldsins í mjög svo góðum málum þegar leikar hófust í San Sebastian á Spáni. Kylian Mbappé tryggði PSG svo endanlega farseðilinn í 8-liða úrslit þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ousmane Dembélé fær skráða á sig stoðsendingu en Mbappé á þetta mark með húð og hár. Mbappé var kominn nærri alla leið upp að endalínu en náði með góðum gabbhreyfingum að komast í skotfæri á sínum betri hægri fæti. Það var ekki að spyrja að því, boltinn söng í netinu alveg úti við stöng. Paris in control (Agg: 0-3) #UCL pic.twitter.com/6MexlY5ioE— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 PSG þar með 2-0 yfir í einvíginu og það svo gott sem búið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik tvöfaldaði Mbappé forystu gestanna. Hann slapp þá í gegnum vörn Sociedad eftir góða sendingu Kang-In Lee inn fyrir vörn gestanna. Álex Remiro, markvörður heimaliðsins, virtist handviss um að Mbappé ætlaði að smyrja boltann í fjær og skildi allt eftir opið á nær. Það nýtti Frakkinn sér og renndi boltanum einfaldlega í netið. KM. pic.twitter.com/BT1jfGiINb— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 5, 2024 Staðan orðin 0-2 og PSG því 4-0 yfir í einvíginu og því svo sannarlega lokið. Þegar hér var komið við sögu virtist eina spurningin hversu stór sigur PSG yrði. Það má segja að gestirnir hafi slakað eilítið of mikið á klónni en Ander Barrenetxea minnkaði muninn ekki löngu síðar, eða svo hélt hann. Markið dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skorað það gaumgæfilega. Það var svo undir lok leiks sem Mikel Merino minnkaði muninn fyrir Sociedad þegar boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur á San Sebastian í kvöld. PSG vinnur því einvígið 4-1 og er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Mbappé er svo sannarlega betri en enginn. Það veit Dembélé.EPA-EFE/Juan Herrero
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“