„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 23:27 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur á eldgosi fari minnkandi en að kvikuinnskot muni endurtaka sig á næstu dögum. Vísir/Arnar Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37