Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 22:31 Gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa sér aðgangsmiða að Perlunni vilji þeir fara á kaffihúsið eða veitingastaðinn á efstu hæðunum tveimur. Vísir/Vilhelm Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið en þar er haft eftir starfsmanni Perlunnar. Á síðu Perlunnar má sjá verð aðgangsmiðanna að svokölluðum „Undrum Íslands“ (e. Wonders of Iceland) sem veita manni aðgang að allri Perlunni, það er að segja byggingunni, útsýnispallinum, norðurljósasýningunni Áróru og öllum öðrum sýningum. Dýrara að kaupa á staðnum en netinu Miði fyrir fullorðna kostar 5.390 en fyrir börn á aldrinum sex til sautján ára kostar hann 3.390. Það er því frítt fyrir fimm ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa sérstakan fjölskyldumiða, sem inniheldur tvo fullorðinsmiða og tvo barnamiða, á 14.990 sem sparar slíkri fjölskyldu 2.570 krónur. Verðið sem er gefið upp er hins vegar svokallað netverð og eru bæði fullorðins- og barnamiðarnir 300 krónum dýrari ef maður kaupir þá á staðnum. Fjölskyldumiðinn er jafnframt tvö þúsund krónum dýrari keyptur á staðnum og kostar 16.990 krónur. Íslendingar fái frítt inn með vildarkorti Íslendingar geta hins vegar sleppt við að borga sig inn ef þeir sækja um vildarvinakort að sögn starfsmannsins sem mbl ræddi við. Vildarvinakortið sé ókeypis og veiti korthöfum aðgang að fjórðu og fimmtu hæð Perlunnar þar sem útsýnispallurinn og veitingaþjónustan eru staðsett. Með því sé hægt að ganga beint inn. Á heimasíðu Perlunnar má lesa um skilmála Vildarvinakortsins sem er eingöngu gefið út til einstaklinga sem hafa náð átján ára aldri. „Gegn framvísun vildarvinakortsins á korthafi rétt á ákveðnum fríðindum í viðskiptum sínum við Perluna og eftir atvikum samstarfsfyrirtæki sem staðsett eru í Perlunni,“ segir á síðunni en þau fríðindi geti breyst frá einum tíma til annars. Korthafar eru hvattir til að fylgjast með fríðindum kortsins á heimasíðu Perlunnar þar sem þeir „geta ekki treyst því að Perlan muni senda þeim sérstakar tilkynningar um breytingar á fríðindum.“ „Réttur korthafa til að njóta þeirra fríðinda sem vildarvinakort Perlunnar býður upp á er bundinn við korthafa einan og gildir rétturinn því ekki um vini eða fjölskyldumeðlimi sem eftir atvikum heimsækja,“ segir á síðunni og er starfsmönnum Perlunnar heimilt að taka vildarkort úr umferð ef það er misnotað.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira