Erlent

For­maður danskra Í­halds­manna látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Søren Pape Poulsen á fréttamannafundi árið 2018.
Søren Pape Poulsen á fréttamannafundi árið 2018. EPA

Søren Pape Poulsen, formaður Íhaldsflokksins í Danmörku og fyrrverandi dómsmálaráðherra er látinn.

Danskir fjölmiðlar greina frá þessu nú síðdegis. Hann varð 52 ára að aldri.

Pape Poulsen var staddur á flokksstjórnarfundi í Vejen þegar hann var hlaut skyndilega blæðingu inn á heila. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Óðinsvéum þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn.

Hann lést klukkan 13:13 að staðartíma, að því er segir í frétt DR.

Pape Pulsen tók við formennsku í Íhaldsflokknum af Lars Barfoed árið 2014 og gegnt embætti dómsmálaráðherra á árunum 2016 til 2019. Áður en hann tók sæti á þingi árið 2015 hafði hann gegnt embætti borgarstjóra í Viborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×