Vinstri græn næðu ekki inn á þing Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. mars 2024 19:37 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, er vafalaust ekki sátt með fylgi flokksins í könnunum. Vísir/Arnar Vinstri græn mælast með 4,7 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúp. Flokkurinn myndi detta af þingi ef niðurstaðan yrði þessi í næstu Alþingiskosningum. Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins þó fylgið dali um rúm tvö prósentustig frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Rúv um Þjóðarpúls Gallúp sem unnin var 1. til 29. febrúar. Fylgi VG hefur dalað jafnt og þétt frá síðustu Alþingkosningum þegar flokkurinn fékk 12,6 prósent. Hann mælist núna í fyrsta sinn undir fimm prósentum sem er skilyrði fyrir því að flokkar fái uppbótarþingmann. Þar að auki mælist flokkurinn heldur ekki með kjördæmakjörinn þingmann og myndi því þurrkast af þingi ef útkoman yrði þessi. Flokkurinn hefur ekki mælst jafn illa í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Vinstri græn mældust með 5,5 prósenta fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi fyrir mánuði síðan sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Hægri flokkarnir bæta við sig og Samfylking missir fylgi VG er ekki eini flokkurinn sem missir fylgi frá síðasta Þjóðarpúlsi. Samfylkingin mælist áfram með mest fylgi en fer úr 30,6 prósentum í síðasta Þjóðarpúlsi í 28,2 prósent núna. Það er svipað mikið og flokkurinn mældist með fyrir um mánuði síðan. Það er ekki ólíklegt að þar spili inn í fréttaflutningur og mikið umtal um meinta stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum í kjölfar ummæla sem Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, lét falla 19. febrúar síðastliðinn. Flokkarnir tveir sem eru lengst til hægri á pólitíska ásnum, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, bæta nokkuð við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 18,2 prósentum í 19,9 prósent en Miðflokkurinn fer úr 10,9 prósentum í 12,8 prósent. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með frá febrúar 2020. Fylgi annarra flokka breytist lítið og er eftirfarandi (fylgi í kosningum 2021 er innan sviga): Samfylkingin: 28,2 prósent (9,9 prósent) Sjálfstæðisflokkurinn: 19,9 prósent (24,4 prósent) Miðflokkurinn: 12,8 prósent (5,5 prósent) Framsókn: 8,8 prósent (17,3 prósent) Píratar: 8,0 prósent (8,6 prósent) Viðreisn: 7,5 prósent (8,3 prósent) Flokkur fólksins: 6,8 prósent (8,9 prósent) Vinstri græn: 4,7 prósent (12,6 prósent) Sósíalistaflokkurinn: 3,5 prósent (4,1 prósent) Samkvæmt frétt Rúv voru 9.964 í heildarúrtaki Þjóðarpúlsins og var þátttökuhlutfallið 48,1 prósent. Könnunin var unnin á netinu 1. til 29. febrúar. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,6 til 1,5 prósent.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Skoðanakannanir Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09 Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2. febrúar 2024 10:09
Aldrei mælst minni í Þjóðarpúlsi Gallup Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn. 3. janúar 2024 07:39