Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson mynduðu miðjupar Íslands á EM 2016 og HM 2018 en virðast ekki koma til með að taka þátt í umspilinu fyrir EM 2024. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Báðir hafa þessir fyrrverandi aðalmiðjumenn íslenska landsliðsins til margra ára glímt við meiðsli í vetur og í raun ótrúlegt ef þeir ættu eftir að eiga einhvern þátt í að koma Íslandi aftur á EM. Aron Einar Gunnarsson birti af sér myndskeið á hlaupabretti á Instagram, þar sem hann lýsti meiðslum sínum sem þeim erfiðustu á ferlinum. Ljós virðist þó við enda ganganna.Instagram/@arongunnarsson Meiðsli Arons virðast snúnari og hann lýsti þeim á Instagram sem þeim „erfiðustu á ferlinum“. Enda hefur Aron ekki spilað fyrir félagslið síðan í maí á síðasta ári, og er ekki einu sinni skráður í leikmannahóp Al Arabi. Aron segist þó nálgast það að snúa aftur út á völlinn en Hareide segir ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson verði fyrirliði Íslands gegn Ísrael, í stað Arons. Gylfi hefur sinnt endurhæfingu á Spáni, eftir að hafa fengið samningi sínum við Lyngby rift. Fjórir mánuðir eru síðan hann spilaði síðast fótboltaleik en Gylfi hefur sagt endurhæfinguna ganga vel. „Hvorugur þessara leikmanna hefur verið að spila. Það væri því miklum vandkvæðum háð að velja þá. Menn verða að spila. Þeir hafa verið í meðferð við meiðslum. Ég held að Gylfi sé nær því að ná fullum bata en hann hefur ekkert spilað og það er aðalatriðið,“ segir Hareide í viðtali við Vísi. Hareide hefur reynt að koma Aroni og Gylfa aftur inn í landsliðið og valdi Aron, sem landsliðsfyrirliða, í leiki í október og nóvember þrátt fyrir að hann væri ekkert að spila fyrir sitt félagslið. Gylfi spilaði sömuleiðis landsleiki í október eftir að hafa rétt spilað tvo leiki, eftir rúmlega tveggja ára hlé frá fótbolta. Klippa: Hareide um stöðu Arons og Gylfa Helsta óvissan um Aron, Gylfa og Valgeir Að þessu sinni reiknar Hareide hins vegar ekki með að velja Aron og Gylfa, þegar hann tilkynnir hópinn sinn 15. mars, nema að þeir verði byrjaðir að spila fótbolta: „Nei, það held ég ekki.“ Fyrir utan Aron og Gylfa er meiðslastaðan á leikmönnum Íslands góð, þó að margir mættu vera að spila meira með sínu félagsliði. Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þó átt við meiðsli að stríða. „Aron og Gylfi eru þeir helstu sem óvissa ríkir um og ég mun tala við þá þegar nær dregur vali á hópnum. Það eru í raun ekki önnur meiðsli og vonandi heldur þetta svona áfram. Valgeir hefur reyndar glímt við meiðsli en síðast þegar ég vissi átti hann að hefja æfingar í þessari viku. En hann hefur ekkert spilað svo það ríkir auðvitað óvissa um hann,“ segir Hareide. Hann hyggst velja 23 leikmenn fyrir uppgjörið við Ísrael, sem fram fer í Búdapest 21. mars, en bæta við aukamanni eftir síðustu leikjahelgina fyrir leikinn, til að bregðast við mögulegum skakkaföllum. Vonin er sú að Ísland vinni Ísrael og mæti Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi, 26. mars.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00