Vonin við enda regnbogans Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 28. febrúar 2024 19:01 Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Daníel E. Arnarsson Hinsegin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun