Erlent

Tveir ungir menn létust í snjóflóðinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Snjóflóð féll nálægt Nuuk fyrr í kvöld og umfangsmikil leitaraðgerð var sett af stað. 
Snjóflóð féll nálægt Nuuk fyrr í kvöld og umfangsmikil leitaraðgerð var sett af stað.  Vísir/Óskar Páll Friðriksson

Tveir ungir menn, báðir tuttugu og tveggja ára gamlir, fundust látnir í Aqqitsoq í nágrenni við Nuuk á Grænlandi. Fyrr í kvöld féll snjóflóð á hóp vélsleðamanna og hinir látnu grófust undir.

„Skyndihjálp var veitt á vettvangi en ekki tókst að bjarga lífi mannanna tveggja. Borin hafa verið kennsl á mennina og nánustu aðstandendum verið tilkynnt andlátin,“ hefur Sermitsiaq.AG eftir lögreglunni á Grænlandi.

Mikið óveður hefur geysað á vesturströnd Grænlands sem hefur aukið hættuna á snjóflóðum. Fjölmennur hópur viðbragðsaðila og sjálfboðaliða tók þátt í leitinni í dag.

Áfallahjálparmiðstöð hefur verið sett á laggirnar í slökkvistöðinni í Nuuk fyrir aðstandendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×