Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 07:01 Guðjón Rögnvaldsson var 22 ára gamall þegar eldgosið hófst í Vestmannaeyjum. Mánuði síðar var honum og skipsfélögum hans bjargað á ævintýralegan hátt þegar Gjafar VE strandaði í foráttubrimi fyrir utan Grindavík. Vísir „Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir. Hún var 18 ára gömul og nýbökuð móðir þegar eldgosið hófst á Heimaey. Guðjón Rögnvaldsson, unnusti hennar var 22 ára vélstjóri. Í nýjasta þætti Útkalls ræðir Óttar Sveinsson við þau Ragnheiði og Guðjón, og einnig við Margeir Jónsson en Margeir var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi Guðjóns og ellefu annarra eyjamanna, mánuði eftir að eldgosið hófst í Vestmannaeyjum. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. ,,Mér brá. Það logaði öll austureyjan. Mér var sagt að fara strax niður í bát og setja í gang. Ég þurfti að hlaupa niður á bryggju,“ segir Guðjón í þættinum þegar hann rifjar upp þessa örlagaríku nótt árið 1973, þegar það byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum og íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín í snatri. Báturinn orðinn smekkfullur af fólki Eftir að hafa lagfært dælu niðri í vél á Gjafari VE 300, sem var lítill loðnubátur, kom Guðjón upp á þilfar og þá leist honum ekki á blikuna: Í þættinum rifjar Guðjón upp þessa mögnuðu atburði.Vísir ,,Þá var báturinn orðinn smekkfullur af fólki. Þá brá mér. Og ég hugsaði: Við erum bara með tvo gúmmíbjörgunarbáta fyrir tólf manns. Ég var ekki hræddur við gosið en mér leist ekkert á að vera með allt þetta fólk um borð. Þarna vorum við komin með tíu prósent af Eyjamönnum um borð í þetta eina skip.“ 440 manns voru komin um borð í Gjafar. Áhöfnin varð að segja: ,,Ekki fleiri um borð hér“, leysa landfestar og sigla af stað. Það var dauðaþögn um borð „Þetta var vægast sagt skrítin tilfinning. Ég held að ég hafi bara verið hálfdofin. Ég var búin að fara fram í eldhús og sjá út um gluggann eldstrókana sem komu þarna upp austanmegin á eyjunni,“ rifjar Ragnheiður upp í þættinum. „Það var ekki mikil hugsun sem komst að. Ég klæddi barnið mitt og tók einhver föt með á hann og pelann hans og sængina og greip svo eitthvað utan um mig og við fórum bara eins og við stóðum.“ Ragnheiður fór með foreldrum sínum niður í bát og fór með drenginn niður í káetu hjá Guðjóni. „Tengdamamma mín kom, og systir mín, og svo fylltist káetan af fólki.“ Ragnheiður minnist þess að hafa verið „hálfdofin“ þessa nótt.Vísir Guðjón segist hafa séð eldinn í sjónum á milli hafnargarðanna. ,,Við vorum hrædd um að komast ekki út úr höfninni. Maður heyrði ekki barnsgrát eða neitt. Fullt af börnum. Enginn hávaði um borð. Enginn minntist á gosið. Það var bara dauðaþögn – það truflaði mann svolítið mikið,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það var svolítið óhugnanlegt að sigla framhjá sprungunni, því maður gat átt von á að eldurinn kæmi upp úr sjónum. En sem betur fer gerði það ekki.“ Mikið var um sjóveiki í slæmum sjógangi á leiðinni til Þorlákshafnar. Eyjafólkið var niðri í fiskilestum, uppi á þilfari, inni í stýrishúsi, í nótakassanum og alls staðar. Og þegar komið var í land tók við óvissa hjá mörgum. „Það var mikil óvissa hjá fólki því að sumir áttu ekki ættingja uppi á landi og vissu ekki hvert þeir áttu að fara. En það var tekið mjög vel á móti fólkinu í Þorlákshöfn, það voru rútur, strætóar og björgunarsveitir,“ segir Guðjón. Greint var frá björguninni í fjölmiðlum á sínum tíma.Vísir Upp á líf og dauða mánuði síðar Í Útkallsþættinum eiga sér stað tilfinningaríkir endurfundir þegar þau Guðjón og Ragnheiður hitta Grindvíkinginn Margeir Jónsson sem bjargaði lífi Guðjóns mánuði eftir að eldgosið hófst. Þá, 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE í foráttubrimi fyrir utan Grindavík. Guðjón og ellefu skipsfélagar hans úr Eyjum börðust þá upp á líf og dauða á meðan hugrakkir félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík reyndu að bjarga þeim – sumir þeirra lögðu eigið líf í hættu. Það var svo sannarlega falleg stund þegar þau Ragnheiður og Guðjón hittu Margeir, eftir fimmtíu ára aðskilnað.Vísir „Þeir björguðu okkar lífi, það er bara staðreynd. Ég á þeim mikið að þakka,“ segir Guðjón. Þegar viðtölin voru tekin upp voru fimmtíu ár liðin frá eldgosinu í Eyjum og björguninni í Grindavík. Guðjón og Ragnheiður höfðu aldrei hitt Margeir, bjargvættinn sjálfann, ekki fyrr en hann kom hjónunum á óvart í þættinum með því að ganga inn í stúdíóið. Þar féllust þau í faðma. „Það er gott að geta tekið í höndina á þér og þakkað þér fyrir,“ segir Ragnheiður við Margeir. „Það hefðu örugglega allir viljað koma og hitta björgunarmennina. Það var bara ekki gert.“ Margeir átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum.Vísir „Þegar við sáum síðast voru það aðeins öðruvísi aðstæður,“ segir Margeir í þættinum og bætir við á öðrum stað: „Þetta var blendin tilfinning, og það var gaman að geta tekið utan um þau og faðmað þau bæði.“ Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Vestmannaeyjar Björgunarsveitir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hún var 18 ára gömul og nýbökuð móðir þegar eldgosið hófst á Heimaey. Guðjón Rögnvaldsson, unnusti hennar var 22 ára vélstjóri. Í nýjasta þætti Útkalls ræðir Óttar Sveinsson við þau Ragnheiði og Guðjón, og einnig við Margeir Jónsson en Margeir var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi Guðjóns og ellefu annarra eyjamanna, mánuði eftir að eldgosið hófst í Vestmannaeyjum. Þátturinn var frumsýndur á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. ,,Mér brá. Það logaði öll austureyjan. Mér var sagt að fara strax niður í bát og setja í gang. Ég þurfti að hlaupa niður á bryggju,“ segir Guðjón í þættinum þegar hann rifjar upp þessa örlagaríku nótt árið 1973, þegar það byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum og íbúarnir þurftu að yfirgefa heimili sín í snatri. Báturinn orðinn smekkfullur af fólki Eftir að hafa lagfært dælu niðri í vél á Gjafari VE 300, sem var lítill loðnubátur, kom Guðjón upp á þilfar og þá leist honum ekki á blikuna: Í þættinum rifjar Guðjón upp þessa mögnuðu atburði.Vísir ,,Þá var báturinn orðinn smekkfullur af fólki. Þá brá mér. Og ég hugsaði: Við erum bara með tvo gúmmíbjörgunarbáta fyrir tólf manns. Ég var ekki hræddur við gosið en mér leist ekkert á að vera með allt þetta fólk um borð. Þarna vorum við komin með tíu prósent af Eyjamönnum um borð í þetta eina skip.“ 440 manns voru komin um borð í Gjafar. Áhöfnin varð að segja: ,,Ekki fleiri um borð hér“, leysa landfestar og sigla af stað. Það var dauðaþögn um borð „Þetta var vægast sagt skrítin tilfinning. Ég held að ég hafi bara verið hálfdofin. Ég var búin að fara fram í eldhús og sjá út um gluggann eldstrókana sem komu þarna upp austanmegin á eyjunni,“ rifjar Ragnheiður upp í þættinum. „Það var ekki mikil hugsun sem komst að. Ég klæddi barnið mitt og tók einhver föt með á hann og pelann hans og sængina og greip svo eitthvað utan um mig og við fórum bara eins og við stóðum.“ Ragnheiður fór með foreldrum sínum niður í bát og fór með drenginn niður í káetu hjá Guðjóni. „Tengdamamma mín kom, og systir mín, og svo fylltist káetan af fólki.“ Ragnheiður minnist þess að hafa verið „hálfdofin“ þessa nótt.Vísir Guðjón segist hafa séð eldinn í sjónum á milli hafnargarðanna. ,,Við vorum hrædd um að komast ekki út úr höfninni. Maður heyrði ekki barnsgrát eða neitt. Fullt af börnum. Enginn hávaði um borð. Enginn minntist á gosið. Það var bara dauðaþögn – það truflaði mann svolítið mikið,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það var svolítið óhugnanlegt að sigla framhjá sprungunni, því maður gat átt von á að eldurinn kæmi upp úr sjónum. En sem betur fer gerði það ekki.“ Mikið var um sjóveiki í slæmum sjógangi á leiðinni til Þorlákshafnar. Eyjafólkið var niðri í fiskilestum, uppi á þilfari, inni í stýrishúsi, í nótakassanum og alls staðar. Og þegar komið var í land tók við óvissa hjá mörgum. „Það var mikil óvissa hjá fólki því að sumir áttu ekki ættingja uppi á landi og vissu ekki hvert þeir áttu að fara. En það var tekið mjög vel á móti fólkinu í Þorlákshöfn, það voru rútur, strætóar og björgunarsveitir,“ segir Guðjón. Greint var frá björguninni í fjölmiðlum á sínum tíma.Vísir Upp á líf og dauða mánuði síðar Í Útkallsþættinum eiga sér stað tilfinningaríkir endurfundir þegar þau Guðjón og Ragnheiður hitta Grindvíkinginn Margeir Jónsson sem bjargaði lífi Guðjóns mánuði eftir að eldgosið hófst. Þá, 22. febrúar 1973, strandaði Gjafar VE í foráttubrimi fyrir utan Grindavík. Guðjón og ellefu skipsfélagar hans úr Eyjum börðust þá upp á líf og dauða á meðan hugrakkir félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík reyndu að bjarga þeim – sumir þeirra lögðu eigið líf í hættu. Það var svo sannarlega falleg stund þegar þau Ragnheiður og Guðjón hittu Margeir, eftir fimmtíu ára aðskilnað.Vísir „Þeir björguðu okkar lífi, það er bara staðreynd. Ég á þeim mikið að þakka,“ segir Guðjón. Þegar viðtölin voru tekin upp voru fimmtíu ár liðin frá eldgosinu í Eyjum og björguninni í Grindavík. Guðjón og Ragnheiður höfðu aldrei hitt Margeir, bjargvættinn sjálfann, ekki fyrr en hann kom hjónunum á óvart í þættinum með því að ganga inn í stúdíóið. Þar féllust þau í faðma. „Það er gott að geta tekið í höndina á þér og þakkað þér fyrir,“ segir Ragnheiður við Margeir. „Það hefðu örugglega allir viljað koma og hitta björgunarmennina. Það var bara ekki gert.“ Margeir átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum.Vísir „Þegar við sáum síðast voru það aðeins öðruvísi aðstæður,“ segir Margeir í þættinum og bætir við á öðrum stað: „Þetta var blendin tilfinning, og það var gaman að geta tekið utan um þau og faðmað þau bæði.“ Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Vestmannaeyjar Björgunarsveitir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00 Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég var algjörlega búinn og orkulaus“ „Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986. 21. febrúar 2024 07:01
Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00
Þyrluflugstjórinn kom óvænt og gladdi Vigdísi „Vigdís, ef ég segi þér núna að þyrluflugstjórinn sem bjargaði þér stendur við hliðina á þér?“ spyr Óttar Sveinsson Vigdísi Elísdóttur í nýjasta þætti Útkalls, þar sem henni var komið algjörlega á óvart með því að Bogi Agnarsson þyrluflugstjóri kom að hitta hana í lok viðtals. 14. febrúar 2024 07:00
Fékk samviskubit eftir mannskæðasta flugslys íslenskrar flugsögu „Svo byrjum við að heyra högg. Púmm, púmm, púmm. Ég fer að hugsa: Það er eitthvað að, segir Oddný Björgólfsdóttir, fyrrum Loftleiðaflugfreyja. Oddný var ein af þeim 79 sem komust lífs af þegar Leifur Eiríksson, DC-8 þota Flugleiða, fórst í aðflugi við Katunayake-flugvöll í Kólombó á Sri Lanka. Oddný var í þrjár vikur á sjúkrahúsi áður en hún flaug heim til Íslands þar sem við tók löng endurhæfing. 7. febrúar 2024 07:00