Utan vallar: Leikurinn í dag segir mikið um stöðuna á liðinu okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðið þurfa að spila miklu betur í dag en í fyrri leiknum. Vísir/Diego Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta berst í dag fyrir sæti sínu í A-deild undankeppni næsta Evrópumóts en íslensku stelpurnar hafa verið fastagestir í úrslitakeppni EM undanfarin fimmtán ár. Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland mætir Serbíu klukkan 14.30 á Kópavogsvelli. Gervigras og skrýtinn leiktími dregur ekkert úr mikivægi leiksins. Það góða við stöðuna er að stelpurnar okkar eru á heimavelli og spila á móti þjóð sem er meira en tuttugu sætum neðar á heimslistanum. Það slæma er nefnilega frammistaða íslenska liðsins í fyrri leiknum út í Serbíu þar sem stelpurnar hreinlega rétt sluppu heim með 1-1 jafntefli. Það er því allt til alls til að tryggja sér sæti í A-deildinni og stórauka möguleika liðsins á því að komast í úrslitakeppni næsta Evrópumóts. Það er samt alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Vandræði liðsins út í Serbíu voru það mikil að aðeins allt annar og betri leikur mun skila liðinu rétta leið í dag. Höfðu unnið alla leikina á móti Serbíu Íslenska kvennalandsliðið hafði unnið alla leiki sína á móti Serbíu fyrir síðasta leik og alla heimaleikina með yfirburðum. Serbar hafa vissulega bætt sinn leik á þeim tíu árum sem eru liðu á milli leikja þjóðanna. Þær serbnesku eru samt bara í 36. sæti heimslistans og 21 sæti neðar en það íslenska. Íslenska liðið fékk á sig mikla gagnrýni í Þjóðadeildinni í fyrra en sýndi mun betri frammistaða í síðustu tveimur leikjum keppninnar þar sem liðið vann Wales og svo sögulegan sigur á Danmörku. Það gaf von um að Þorsteini Halldórssyni væri að takast að snúa gengi liðsins við eftir slaka frammistöðu allt árið á undan. Frammistaðan í fyrri leiknum á móti Serbíu var hins vegar meira af því sem kallaði á alla þessa gagnrýni síðasta haust. Þurfa að nýta gæði Sveindísar Jane Íslenska liðinu gengur mjög illa að halda boltanum og nýta sér hæfileika frábærs leikmanns eins og Sveindísar Jane Jónsdóttur. Allir varnarmenn mótherjanna ættu að svitna yfir því að vera að fara glíma við leikmann eins og Sveindísi en þegar hún fær aldrei boltann á réttum stöðum verður verkefnið mun auðveldara. Einu færi íslenska liðsins virðast koma upp úr föstum leikatriðum og þrátt fyrir að liðið sé að spila við slakara lið þá er liðið aldrei með einhverja stjórn á leiknum. Það hjálpar ekki vörninni að boltinn sé að tapast aftur og aftur með tilheyrandi hættu á hröðum sóknum í bakið. Eru samt í góðri stöðu Af því sögðu þá eru stelpurnar okkar í góðri stöðu í dag. Þær eru á heimavelli og á móti liði sem þær eiga að vinna. Eftir öll vandræðin og ósannfærandi frammistöðu á síðasta ári er leikurinn í dag tækifæri til að sýna sig og sanna. Nú þurfum við að sjá hvar stelpurnar okkar standa. Leikurinn í dag segir nefnilega mikið um stöðuna á kvennalandsliðinu okkar. Sæti í B-deild væru áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið og leiðin inn á EM yrði líka mun torsóttari. Með því að tryggja sig inn í A-deild væri staðan mun bjartari og sæti á EM í skotfæri. Áfram Ísland.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Þjóðadeild kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti