Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2024 18:42 Áhöfn Abrams skriðdrekans er sögð hafa lifað af en skriðdrekinn er líklega ónýtur. Óljóst er hvernig hann var skemmdur. Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46
Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00