Heitir því að halda árásum í Líbanon áfram þrátt fyrir vopnahlé Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:54 Varnarmálaráðherra Ísraels segir vopnahlé í suðri ekki þýða vopnahlé í norðri. EPA/Abir Sultan Yoav Gallant varnarmálaráðherra Ísraels hefur heitið því að auka þungann í árásum þeirra á Hezbollah-samtökin í Líbanon jafnvel þó að vopnahlé náist á Gasasvæðinu. Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Hezbollahliðar hafa verið að gera loftárásir á skotmörk í Ísrael með reglulegu millibili undanfarna mánuði frá því stríð hófst á Gasa. Ísraelsmenn hafa svarað hverri árás fullum hálsi. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín báðum megin landamæra Ísraels og Líbanons vegna stöðugra loftárása og stórskotaliðsárása. Úr jarðarför Ali Dibs herforingja Hezbollah sem var drepinn í ísraelskri loftárás fyrr í mánuðinum. AP/Mohammed Zaatari „Við munum halda árásum áfram og við munum gera það óháð því sem gerist í suðri, þangað til við náum markmiðum okkar,“ segir varnarmálaráðherrann. AP greinir frá því að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna, hafi sagt í ávarpi sem hann hélt fyrr í mánuðinum að samtökin litu svo á að vopnahlé á Gasasvæðinu jafngilti vopnahlé á líbönsku landamærunum en að þau myndu svara öllum árásum Ísraelshers ef hann héldi þeim áfram. Gamlar landamæraerjur Um tvö hundruð vígamenn Hezbollah og 35 óbreyttir líbanskir borgarar hafa látið lífið síðastliðna fimm mánuði vegna nær daglegra árása og gagnárása. Í Ísrael hafa níu hermenn og níu borgarar sömuleiðis látist. Mestu átökin eiga sér stað við landamærin eða skammt frá þeim í báðar áttir. Diplómatar frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum hafa lagt fram tillögur til breytinga á landamærum ríkjanna tveggja í von um að draga úr átökum þeirra á milli. Flestar eiga þær það sameiginlegt að vígamenn Hezbollah-samtakanna flytji sig fáa kílómetra frá landamærunum og að líbanski herinn auki viðveru sína þar. Ásamt því að viðræður eigi sér stað varðandi hluta landamæranna sem líbönsk yfirvöld halda fram að hafi verið numin af ísraelska hernum í kjölfar innrásar þess á níunda áratugnum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Líbanon Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira