Fyrirvari næsta goss gæti orðið innan við hálftími Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:03 Enn rýkur upp úr hrauninu sem myndaðist þegar gaus síðast við Grindavík. Vísir/Vilhelm Kvikumagn undir Svartsengi nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda fyrri gosa. Fyrirvari vegna næsta eldgoss gæti orðið mjög stuttur, innan við þrjátíu mínútur. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að líkanreikningar sýni að um fimm milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð átta til þrettán milljón rúmmetrum. Miðað við niðurstöðu líkanreikninga muni það nást í næstu viku ef kvikusöfnunin heldur áfram með sama hraða. Tekið er fram í tilkynningu Veðurstofunnar að gera þurfi ráð fyrir óvissu í þessari túlkun. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þróunin verði eins og fyrir síðustu gos. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að kvika hlaupi frá Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina án þess að til eldgoss komi. Þrjár líklegar sviðsmyndir Veðurstofan segir nefnir þrjár sviðsmyndir sem líklegar. Það sé áfram mál vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft er til fyrri eldgosa á svæðinu gæti nýtt eldgos hafist með mjög litlum fyrirvara, innan við þrjátíu mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Kort sem sýnir þrjár líklegar staðsetningar nýs goss. Einnig er enn möguleiki á því að það gjósi undir Svartsengi.vísir/grafík Líklegar sviðsmyndir: Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Upptök ekki endilega í Svartsengi Segir Veðurstofan að það að það sjáist nú skýr merki um landris í Svartsengi þýði ekki að þar sé líklegasti staðurinn fyrir upptök eldgoss. Það sé metið meðal annars út frá því að jarðskorpan yfir kvikuganginum við Sundhnúksgígaröðina sé miklu veikari heldur en jarðskorpan yfir landrisinu í Svartsengi. Ef sú sviðsmynd verður að veruleika að kvika leiti beint upp í Svartsengi, er áætlað að það taki kvikuna í minnsta lagi fjórar til sjö klukkustundir að ná yfirborðinu frá því fyrstu merki um slíkt fari að mælast. Segir Veðurstofa að það skuli tekið fram að sviðsmyndirnar séu byggðar á túlkun nýjustu gagna og þeirri atburðarás sem skráð hefur verið í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Gera þurfi ráð fyrir óvissu í þessari túlkun þar sem einungis er um fáa atburða að ræða. Veðrið hefur áhrif á vöktun Þá tekur Veðurstofan fram að þó að hún hafi ekki á þessu stigi aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geti aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Það gildi um alla náttúruvá sem Veðurstofan vakti. Þau sem eigi erindi inn á hættusvæðin þurfi að vera meðvituð um slíkt. Skilvirkni vöktunar Veðurstofunnar velti á góðri næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS mælinga en næmnin er mjög háð veðuraðstæðum. Mikill vindur og brim hefur áhrif á lágu tíðnina í óróamælingunum þar sem öldur koma fram sem órói. Þoka og dimm él hafa síðan áhrif á sjónræna staðfestingu á gosi með myndavélum. Tekur Veðurstofan fram að í því hættumati sem gefið sé út sé ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að líkanreikningar sýni að um fimm milljónir rúmmetra af kviku hafi nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft sé til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukist líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð átta til þrettán milljón rúmmetrum. Miðað við niðurstöðu líkanreikninga muni það nást í næstu viku ef kvikusöfnunin heldur áfram með sama hraða. Tekið er fram í tilkynningu Veðurstofunnar að gera þurfi ráð fyrir óvissu í þessari túlkun. Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þróunin verði eins og fyrir síðustu gos. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að kvika hlaupi frá Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina án þess að til eldgoss komi. Þrjár líklegar sviðsmyndir Veðurstofan segir nefnir þrjár sviðsmyndir sem líklegar. Það sé áfram mál vísindamanna að ef til eldgoss komi sé líklegast að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina og að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Merki um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið kæmu fram í skyndilegri, staðbundinni og ákafri smáskjálftavirkni. Ef horft er til fyrri eldgosa á svæðinu gæti nýtt eldgos hafist með mjög litlum fyrirvara, innan við þrjátíu mínútur, allt eftir því hvar á Sundhnúksgígaröðinni kvika kemur upp. Kort sem sýnir þrjár líklegar staðsetningar nýs goss. Einnig er enn möguleiki á því að það gjósi undir Svartsengi.vísir/grafík Líklegar sviðsmyndir: Eldgos milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells – Líkt og 18. desember 2023 og 8. febrúar 2024 Aðdragandi: Skyndileg, staðbundin og áköf smáskjálftavirkni. Aflögun yfir kvikuganginum. Mjög stuttur fyrirvari (innan við 30 mínútur) þar sem kvika á auðvelda leið til yfirborðs vegna fyrri umbrota. Hraun nær að Grindavíkurvegi innan við 4 klst. Eldgos við Hagafell – Líkt og 14. janúar 2024 Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 3 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Hraun nær að varnargörðum við Grindavík á 1 klst. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Eldgos innan varnargarða við Grindavík Aðdragandi: Smáskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni sem byrjar við Sýlingarfell og færist suður. Aflögun yfir kvikuganginum. Líklegur fyrirvari um 1 – 5 klst. frá því að fyrstu skjálftar mælast og eldgos hefst. Sá möguleiki er fyrir hendi að gossprunga opnist innan varnargarða án þess að gos sé hafið við Hagafell, eins og gerðist 14. janúar þegar ný gossprunga opnaðist rétt við bæjarmörkin um 4 klukkustundum eftir að gos hófst við Hagafell. Kvikuinnskot sem nær suður fyrir Hagafell mun líklega valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík. Upptök ekki endilega í Svartsengi Segir Veðurstofan að það að það sjáist nú skýr merki um landris í Svartsengi þýði ekki að þar sé líklegasti staðurinn fyrir upptök eldgoss. Það sé metið meðal annars út frá því að jarðskorpan yfir kvikuganginum við Sundhnúksgígaröðina sé miklu veikari heldur en jarðskorpan yfir landrisinu í Svartsengi. Ef sú sviðsmynd verður að veruleika að kvika leiti beint upp í Svartsengi, er áætlað að það taki kvikuna í minnsta lagi fjórar til sjö klukkustundir að ná yfirborðinu frá því fyrstu merki um slíkt fari að mælast. Segir Veðurstofa að það skuli tekið fram að sviðsmyndirnar séu byggðar á túlkun nýjustu gagna og þeirri atburðarás sem skráð hefur verið í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Gera þurfi ráð fyrir óvissu í þessari túlkun þar sem einungis er um fáa atburða að ræða. Veðrið hefur áhrif á vöktun Þá tekur Veðurstofan fram að þó að hún hafi ekki á þessu stigi aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geti aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Það gildi um alla náttúruvá sem Veðurstofan vakti. Þau sem eigi erindi inn á hættusvæðin þurfi að vera meðvituð um slíkt. Skilvirkni vöktunar Veðurstofunnar velti á góðri næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS mælinga en næmnin er mjög háð veðuraðstæðum. Mikill vindur og brim hefur áhrif á lágu tíðnina í óróamælingunum þar sem öldur koma fram sem órói. Þoka og dimm él hafa síðan áhrif á sjónræna staðfestingu á gosi með myndavélum. Tekur Veðurstofan fram að í því hættumati sem gefið sé út sé ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Sjá meira