Valkvæðum liðskiptaaðgerðum fjölgaði um 60 prósent og biðin styttist Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2024 10:21 Mjaðmaskiptaaðgerð. Getty/Universal Images Group/BSIP Valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám voru 2.138 árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri. Aðgerðunum fjölgaði um rúmlega 800 milli ára, eða sem nemur 60 prósent. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Þar segir einnig að miðgildi biðtíma eftir liðskiptaaðgerðum á Landspítala hafi farið úr 9,5 mánuðum í 4,6 mánuði frá byrjun til loka árs 2023. Samhliða auknum afköstum og auknu aðgengi að liðskiptaaðgerðum innan heilbrigðiskerfisins hafi þeim fækkað um rúmlega helming sem leita út fyrir landsteinana í aðgerð, á grundvelli biðtímaákvæðis EES-samningsins um heilbrigðistþjónustu yfir landamæri. Haft er eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að unnið sé að því að stytta bið og jafna aðgengi óháð efnahag og stefnt sé að því að engin þurfi að leita til útlanda til að komast í aðgerð. „Á undanförnum tveimur árum hefur framleiðslutengd fjármögnun verið innleidd í auknum mæli í sjúkrahúsþjónustu hér á landi. Sem hluti af aðgerðum stjórnvalda til að fjölga liðskiptaaðgerðum og stytta bið eftir þjónustunni voru settir upp framleiðslutengdir hvatar fyrir liðskiptaaðgerðir á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Greitt er sérstaklega fyrir hverja framkvæmda aðgerð umfram fjármagnaða áætlun stofnununarinnar. Slík fjármögnun eykur skilvirkni og framleiðni ásamt því að tryggja að fjárveitingar taki mið af umfangi þjónustunnar og raunkostnaði við veitingu hennar,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá segir að í bráðabirgðauppgjöri Landspítala fyrir árið 2023 komi fram að skurðaðgerðum á spítalanum hafi fjölgað um átta prósent árið 2023. „Í mars 2023 voru undirritaðir samningar um framkvæmd 700 liðskiptaaðgerða milli SÍ, Klíníkurinnar í Ármúla og Handlæknastöðvarinnar í Glæsibæ. Sjúklingar sem fara í aðgerð á grundvelli þessa samnings njóta greiðsluþátttöku hins opinbera í samræmi við almennar reglur.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira