Eigum við að banna síma í skólum? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 15:30 Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Alþingi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga. Snjallsímar eru svo sannarlega frábær fyrirbrigði sem geta sparað okkur mikinn tíma. Fyrir utan að vera sími er þetta fullkomin tölva, myndavél, landakort, bókasafn, orðabók, tónlistasafn - já og veski. Þú getur í raun gert nánast allt í gegnum þetta litla tæki. En áhrif þessarar tækni er ekki bara jákvæð. Við sjáum nú ýmsar birtingarmyndir ofnotkunar á skjátíma og afleiðingar þess fyrir heilann okkar og þroska hans. Samfélagsmiðlar eru af sérfræðingum taldir allt of stýrandi á nútímahegðun. Við glímum við kvíða og vanmátt hjá ungu fólki meðal annars vegna óheilbrigðra fyrirmynda á samfélagsmiðlum. Ég spurði ráðherra menntamála hvort hann teldi farsímanotkun hafa áhrif á námsárangur og hvort hann hyggist beita sér fyrir banni eða hömlum á slíkri notkun. Í stuttu máli var svar ráðherrans að það væri ekki á verksviði ráðuneytisins að banna slíkt enda sé rekstur grunnskóla á höndum sveitastjórna og samkvæmt lögum og reglugerðum liggi svigrúmið hjá grunnskólum og sveitarfélögunum til að banna eða útfæra reglur þar að lútandi. En fram kom að ráðuneytið vinni engu að síður að leiðbeinandi viðmiðum um notkun farsíma í grunnskólum og er starfshópur að störfum sem ljúka á störfum um mitt ár Í nýlegri skýrslu UNESCO frá 2023 um tækni í menntun eru ríki hvött til þess að móta sér stefnu í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Í skýrslunni er lögð áhersla á að teknar séu meðvitaðar ákvarðanir um stefnu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi og að tækni, þ.m.t. snjallsímar, verði í kennslustundum einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu. Mikilvægt sé einnig að líta til fjölbreyttra þátta eins og persónuverndar barna og neikvæðra afleiðinga upplýsingatækni, þ.m.t. neteineltis og stafræns kynferðisofbeldis. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um hættur sem geta stafað af of mikilli notkun upplýsingatækni og langtímaskjánotkun og snjalltækjanotkun. Auk þess benda nýjar rannsóknir frá mörgum löndum, þ.m.t. Íslandi, til þess að mikil aukning sé í skjánotkun, sérstaklega hjá börnum, og að aukningin hafi m.a. neikvæð áhrif á svefn og andlega og líkamlega heilsu barna. Í UNESCO-skýrslunni kemur einnig fram að mörg ríki hafi mætt þessum áskorunum með því að takmarka skjánotkun í skólum en innan við fjórðungur ríkja hafi í löggjöf eða opinberri stefnumörkun lagt bann við notkun farsíma í skólum. Sum lönd virðast vera að taka algjöra U-beygju og hreinlega banna síma og skjátækni í skólum og hverfa aftur til bóka og blaðs og blýants. Nýr menntamálaráðherra Svíþjóðar hefur verið skýr hvað þetta varðar og kallar eftir afturhvarfi til hefðbundinna kennsluhátta þar sem börnin skuli lesa bækur í stað þess að lesa af skjá og að verkefni skuli unnin með blaði og penna en ekki tölvu. Ég elska tækni og tel rétt að við nýtum kosti tækninnar en við þurfum að hafa varann á, sérstaklega þegar kemur að börnunum okkar. Umræða um símabann hefur orðið háværari og hafa einhverjir skólar stigið það skref. Aðrir hafa talið að síma eigi að nota sem námstæki sem hluta af þeirri þróun sem ný tækni færir okkur. Ég aðhyllist almennt ekki boð og bönn en ég vil hvetja grunnskóla landsins til að marka sér stefnu í þessum málum. Við þurfum sem samfélag að bæta námsárangur barna á Íslandi og við þurfum að tryggja öryggi og vellíðan þeirra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun