Menning

Kristín og Anna til­nefndar til bók­mennta­verð­launa Norður­landa­ráðs

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir.
Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir.

Kristín Eiríksdóttir og Anna María Bogadóttir eru meðal þeirra rithöfunda sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðurlandaráði. Þar segir að þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hafi hlotið tilnefningu til verðlaunanna að þessu sinni.

Tilnefningarnar í ár endurspegli öflugt svið fagurbókmennta sem nái til Norðurlanda allra. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962.

Anna María er tilnefnd fyrir skáldævisögu sína Jarðsetningu. Kristín Eiríksdóttir er tilnefnd fyrir skáldsöguna Tól.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í sex áratugi hafa verðlaunaverkin endurspeglað samtíma sinn og rutt nýjar brautir í bókmenntum.

Dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum tilnefndi verk til verðlaunanna. Hægt er að sjá lista yfir allar tilnefningar á vef Norðurlandaráðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.