„Vantaði meiri ógnun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 23:00 Mikel Arteta á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Mikel Arteta sagði að lið hans Arsenal yrði að gera betur í seinni leiknum gegn Porto en Arsenal mátti sætta sig við 1-0 tap á útivelli í kvöld. Mark Porto kom í uppbótartíma. Arsenal hefur verið á miklu flugi í ensku úrvalsdeildinni og unnið tvo stórsigra í röð í deildinni. Fyrst 6-0 sigur gegn West Ham og svo 5-0 gegn Burnley um helgina. Liðið tapaði hins vegar 1-0 gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og gekk illa að skapa sér alvöru færi. „Augljóslega þurfum við að gera betur þegar við náum ekki að vinna. Hvernig við fórum með boltann á þremur augnablikum djúpt á vellinum er ekki nógu gott,“ en mark Porto kom í lokin eftir að Arsenal tapaði boltanum á miðjunni. „Nú er hálfleikur og við viljum vera í 8-liða úrslitum. Þú þarft að vinna andstæðinginn og það þurfum við að gera á Emirates-vellinum.“ ZERO shots on target for Arsenal vs. Porto pic.twitter.com/kuJgDQO42C— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 Arsenal gekk á illa að skapa sér færi í leiknum og átti ekki skot sem hitti rammann í leiknum í kvöld. „Okkur vantaði ógnun, miklu meiri ógnun og meiri grimmd þegar við vorum með boltann á síðasta þriðjungnum. Líka aftar á vellinum, meiri vilja til að koma þeim í vandræði. Við getum gert betur. Við spilum á heimavelli næst, þekkjum andstæðingana og vitum við hverju er að búast.“ Arteta endaði viðtalið á að ræða aðeins dómgæsluna og fannst ansi margar aukaspyrnur vera dæmdar í leiknum. „Þeir brjóta oft taktinn í leiknum og það voru margar aukaspyrnur. Að leyfa það er ekki nógu gott og við verðum að gera betur. Það leit út fyrir að við mættum ekki snerta neinn, allt var aukaspyrna. Við lærum af því undirbúum okkur betur og græjum þetta.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Arsenal hefur verið á miklu flugi í ensku úrvalsdeildinni og unnið tvo stórsigra í röð í deildinni. Fyrst 6-0 sigur gegn West Ham og svo 5-0 gegn Burnley um helgina. Liðið tapaði hins vegar 1-0 gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og gekk illa að skapa sér alvöru færi. „Augljóslega þurfum við að gera betur þegar við náum ekki að vinna. Hvernig við fórum með boltann á þremur augnablikum djúpt á vellinum er ekki nógu gott,“ en mark Porto kom í lokin eftir að Arsenal tapaði boltanum á miðjunni. „Nú er hálfleikur og við viljum vera í 8-liða úrslitum. Þú þarft að vinna andstæðinginn og það þurfum við að gera á Emirates-vellinum.“ ZERO shots on target for Arsenal vs. Porto pic.twitter.com/kuJgDQO42C— B/R Football (@brfootball) February 21, 2024 Arsenal gekk á illa að skapa sér færi í leiknum og átti ekki skot sem hitti rammann í leiknum í kvöld. „Okkur vantaði ógnun, miklu meiri ógnun og meiri grimmd þegar við vorum með boltann á síðasta þriðjungnum. Líka aftar á vellinum, meiri vilja til að koma þeim í vandræði. Við getum gert betur. Við spilum á heimavelli næst, þekkjum andstæðingana og vitum við hverju er að búast.“ Arteta endaði viðtalið á að ræða aðeins dómgæsluna og fannst ansi margar aukaspyrnur vera dæmdar í leiknum. „Þeir brjóta oft taktinn í leiknum og það voru margar aukaspyrnur. Að leyfa það er ekki nógu gott og við verðum að gera betur. Það leit út fyrir að við mættum ekki snerta neinn, allt var aukaspyrna. Við lærum af því undirbúum okkur betur og græjum þetta.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“