Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2024 10:15 Play kom inn á markaðinn árið 2021. Vísir/Vilhelm Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. Þetta kemur fram í samantekt FF7. Þar kemur fram að árið 2021 í árdaga Play, sem skilgreinir sig sem lággjaldaflugfélag ólíkt Icelandair, hafi kostað 3.100 krónur að innrita 20 kílógramma tösku. Þremur árum síðar hefur gjaldið meira en tvöfaldast og kostar að lágmarki 6.715 krónur fyrir 23 kílógramma tösku sem Play bætti við sem möguleika í fyrra ofan á 20 kílógramma töskuna. Töskugjaldið hjá Icelandair hefur hækkað um fjórðung á milli ára og er komið í 6.600 krónur aðra leið. Icelandair rukkar allt að 4.700 krónur fyrir að flytja skíði en Play 8.500 krónur. FF7 hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Play hafi í yfirstandandi hlutafjáraukningu bent fjárfestum á að farþegar félagsins borgi að jafnaði nokkru meira fyrir svokallaða aukaþjónustu. Töskugjöld eru þeirra á meðal. Hækkunin hafi numið 25 prósentum sumarið 2023 frá því sem var sumarið 2022. Hækkun töskugjalda er ekki séríslenskt fyrirbæri. Síðast í gær var greint frá því að American Airlines hefði hækkað töskugjöld sín um þriðjung og væri nú með dýrustu töskugjöldin vestanhafs eða sem næmi fjörutíu dollurum eða rúmlega fimm þúsund krónum. Flugfélagið benti á að um væri að ræða fyrstu hækkun á verði fyrir tösku frá árinu 2018. CNN segir hækkunina koma á tímum þar sem flugfélög vestan hafs heyi erfiða baráttu vegna aukins kostnaðar vegna eldsneytis og vinnuafls. Fram kom í tilkynningu frá Play í gær að tekist hefði að safna 2,6 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu með þeim fyrirvara kaupenda að heildarsöfnunin næði fjórum milljörðum króna. Fréttir af flugi Play Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 „Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04 Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt FF7. Þar kemur fram að árið 2021 í árdaga Play, sem skilgreinir sig sem lággjaldaflugfélag ólíkt Icelandair, hafi kostað 3.100 krónur að innrita 20 kílógramma tösku. Þremur árum síðar hefur gjaldið meira en tvöfaldast og kostar að lágmarki 6.715 krónur fyrir 23 kílógramma tösku sem Play bætti við sem möguleika í fyrra ofan á 20 kílógramma töskuna. Töskugjaldið hjá Icelandair hefur hækkað um fjórðung á milli ára og er komið í 6.600 krónur aðra leið. Icelandair rukkar allt að 4.700 krónur fyrir að flytja skíði en Play 8.500 krónur. FF7 hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Play hafi í yfirstandandi hlutafjáraukningu bent fjárfestum á að farþegar félagsins borgi að jafnaði nokkru meira fyrir svokallaða aukaþjónustu. Töskugjöld eru þeirra á meðal. Hækkunin hafi numið 25 prósentum sumarið 2023 frá því sem var sumarið 2022. Hækkun töskugjalda er ekki séríslenskt fyrirbæri. Síðast í gær var greint frá því að American Airlines hefði hækkað töskugjöld sín um þriðjung og væri nú með dýrustu töskugjöldin vestanhafs eða sem næmi fjörutíu dollurum eða rúmlega fimm þúsund krónum. Flugfélagið benti á að um væri að ræða fyrstu hækkun á verði fyrir tösku frá árinu 2018. CNN segir hækkunina koma á tímum þar sem flugfélög vestan hafs heyi erfiða baráttu vegna aukins kostnaðar vegna eldsneytis og vinnuafls. Fram kom í tilkynningu frá Play í gær að tekist hefði að safna 2,6 milljörðum króna í hlutafjárútboðinu með þeim fyrirvara kaupenda að heildarsöfnunin næði fjórum milljörðum króna.
Fréttir af flugi Play Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 „Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04 Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21
„Sterk stuðningsyfirlýsing“ stærstu hluthafa sem leggja Play til 2,6 milljarða Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði. 20. febrúar 2024 11:04
Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Flugfélagið Play hefur safnað vilyrðum fyrir 2,6 milljörðum króna í áformi nýs hlutafjár með því skilyrði að félaginu takist að safna í heildina að lágmarki fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. 20. febrúar 2024 09:33