Frumvarpið gangi gegn eigin markmiðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 20. febrúar 2024 20:20 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þinmaður Pírata og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar ræddu þeirra sýn á heildarsýnina í flóttamanna- og innflytjendamálum í kvöldfréttum. Vísir/Vilhelm Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af stefnu ríkisstjórnar í útlendindingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum. Þingmaður Pírata segir tillögurnar ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. Meðal helstu breytinga er að umsækjendur um alþjóðlega vernd munu fara í sérstaka móttökumiðstöð þegar þeir koma til landsins, þar sem umsóknarferlið hefst. Þá á að stytta afgreiðslutíma umsókna í 90 daga hjá Útlendingastofnun og 90 daga hjá kærunefnd Útlendingamála. Það er umtalsverð stytting en afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er í dag allt að tíu mánuðir. Þá verður fulltrúum í kærunefnd fækkað úr sjö í þrjá. Á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Til að tryggja framboð verður heimilt að nýta húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu. Aukin áhersla verður síðan lögð á landamæraeftirlit til fylgjast með þeim sem fengið hafa endurkomubann eftir synjun. Markmiðið að fækka umsækjendum og minnka kostnað Í breytingarfrumvarpi sem dómsmálaráðherra dreifði á þinginu í dag er einnig lagt til að skilyrði um fjölskyldusameiningar verði þrengd og að undanþáguregla um sérstök tengsl eða sérstakar ástæður verði afnumin. „Ég vil að við samræmum okkar löggjöf löndunum í kringum okkur og þá aðallega Norðurlöndunum. Ekkert annað land er með þessa reglu, sem veldur því að hér fá einstaklingar efnismeðferð sem eru nú þegar komnir með dvalarleyfi í öðrum löndum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Markmið breytinganna er að fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og minnka kostnað. „Það er að stytta þennan málsmeðferðartíma og einnig að þeir sem koma hingað með tilhæfulausar umsóknir, að þeim verði snúið strax frá landinu.“ Sjö ráðuneyti koma að málinu og svokölluð heildarsýn snýr einnig að inngildingu útlendinga í íslenskt samfélag. „Við þurfum miklu heildstæðari stefnu um það hvernig við tökum á móti flóttafólki og hvernig við högum því að fólk nái rótfestu í samfélaginu, það er að segja inngildingu. Það er eitthvað sem við erum að vinna að í félagsmálaráðuneytinu, í takti við stefnumótunina í málefnum innflytjenda og hyggjumst leggja það frumvarp fram í haust,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir frumvarpið skjóta skökku við þá mynd sem verið er að draga upp með heildarsýninni sem var kynnt í dag. Hún segir tillögurnar sem gerðar eru í frumvarpinu ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. „Mjög skrítið“ „Það eru breytingar þarna sem er erfitt að sjá hver tilgangurinn er með, annar en að senda einhver skilaboð. Það virkar ekki þannig. Það þyngir kerfið, þyngir málsmeðferðina og eru breytingar þarna sem skerða líkur á inngildingu fólks,“ sagði Arndís Anna í kvöldfréttum. Hún segir að í dag sé ekki stór hluti umsækjenda sem vísi í ofangreint ákvæði um sérstök tengsl. „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta hlutfallslega talsverður fjöldi, eða í rauninni bara hlutfallslega. Þetta eru ekki margir einstaklingar en þetta eru sannarlega einstaklingar í mjög erfiðri stöðu. Þetta er almennt fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi og eygir þar enga von, á ættingja eða nána fjölskyldumeðlimi hér á landi,“ segir Arndís. Með breytingunni segir Arndís að verið sé að afnema heimild Útlendingastofnunar til þess að skoða mál fólks sem fellur í þann flokk. „Og það á við um börn, og jafnvel nýfædd, og veikt fólk eða annað slíkt. Þetta er auðvitað mjög skrítið.“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar var að auki til tals í Kvöldfréttum. Hann segir margt ágætt í heildarpakkanum sem kynntur var í dag. Til að mynda hafi verið viðurkennt að þörf sé á að hraða málsmeðferðir og vilji til að taka á þeim kúf sem hafi orðið til með meðhöndlun Venesúela-umsókna á vakt ríkisstjórnarinnar. Það hafi ollið því að kostnaður hafi að einhverju leyti farið úr böndunum í kerfinu. Níutíu daga markmiðið áður kynnt til leiks „Ég held hins vegar að það standi svolítið upp á ríkisstjórnina að útskýra hvernig þetta frumvarp sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag rímar við einmitt þessi markmið sem eru sett fram í þessum heildarpakka um að hraða málsmeðferðartíma af því það eru ákvæði þarna sem ríma ekkert rosalega vel við það,“ segir Jóhann Páll. „Þarna eru atriði sem geta stangast á. Í þessum pakka er auðvitað verið að tiltaka hitt og þetta sem hefur komið fram áður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem ráðherrar hafa talað um að þurfi að gera en hefur ekkert orðið af,“ segir Jóhann, aðspurður hvernig honum finnst inngildingin ríma við markmið dómsmálaráðuneytisins. Margt í henni sé óljóst orðað og því erfitt að bregðast strax við þeim þáttum. Þá segir hann þörf á að útskýra hvernig eigi að taka út ákvæði sem skapa hvata til að afgreiða Dyflinnarmál hratt, hvernig það rími við umrætt níutíu daga málsmeðferðar-markmið. Hann segir markmiðið áður hafa verið sett fram. „Ég fann nú bara fréttatilkynningu áðan frá 2014 á vef dómsmálaráðuneytisins þar sem var verið að tromma upp með það að nú ætti að tryggja að málsmeðferðartími verði ekki lengri en níutíu dagar á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Svo auðvitað hefur málsmeðferðartími verið miklu lengur eins og við þekkjum,“ segir Jóhann Páll og að á málsmeðferðartímanum verði kostnaður til því þá sé fólk á framfæri hins opinbera og án atvinnuréttinda. „Þannig að verkefnið hér er, eins og meðal annars Kristrún Frostadóttir kom inn á í viðtölum á síðustu dögum, að þarna er markmiðið, mjög mikilvægt, að hraða á málsmeðferðinni en það vantar upp á að því markmiði sé náð í þessu tiltekna frumvarpi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Samfylkingin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Meðal helstu breytinga er að umsækjendur um alþjóðlega vernd munu fara í sérstaka móttökumiðstöð þegar þeir koma til landsins, þar sem umsóknarferlið hefst. Þá á að stytta afgreiðslutíma umsókna í 90 daga hjá Útlendingastofnun og 90 daga hjá kærunefnd Útlendingamála. Það er umtalsverð stytting en afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun er í dag allt að tíu mánuðir. Þá verður fulltrúum í kærunefnd fækkað úr sjö í þrjá. Á meðan umsækjendur bíða afgreiðslu umsóknar munu þeir dvelja í sérstöku búsetuúrræði. Til að tryggja framboð verður heimilt að nýta húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu. Aukin áhersla verður síðan lögð á landamæraeftirlit til fylgjast með þeim sem fengið hafa endurkomubann eftir synjun. Markmiðið að fækka umsækjendum og minnka kostnað Í breytingarfrumvarpi sem dómsmálaráðherra dreifði á þinginu í dag er einnig lagt til að skilyrði um fjölskyldusameiningar verði þrengd og að undanþáguregla um sérstök tengsl eða sérstakar ástæður verði afnumin. „Ég vil að við samræmum okkar löggjöf löndunum í kringum okkur og þá aðallega Norðurlöndunum. Ekkert annað land er með þessa reglu, sem veldur því að hér fá einstaklingar efnismeðferð sem eru nú þegar komnir með dvalarleyfi í öðrum löndum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Markmið breytinganna er að fækka umsækjendum um alþjóðlega vernd og minnka kostnað. „Það er að stytta þennan málsmeðferðartíma og einnig að þeir sem koma hingað með tilhæfulausar umsóknir, að þeim verði snúið strax frá landinu.“ Sjö ráðuneyti koma að málinu og svokölluð heildarsýn snýr einnig að inngildingu útlendinga í íslenskt samfélag. „Við þurfum miklu heildstæðari stefnu um það hvernig við tökum á móti flóttafólki og hvernig við högum því að fólk nái rótfestu í samfélaginu, það er að segja inngildingu. Það er eitthvað sem við erum að vinna að í félagsmálaráðuneytinu, í takti við stefnumótunina í málefnum innflytjenda og hyggjumst leggja það frumvarp fram í haust,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir frumvarpið skjóta skökku við þá mynd sem verið er að draga upp með heildarsýninni sem var kynnt í dag. Hún segir tillögurnar sem gerðar eru í frumvarpinu ganga gegn meintum markmiðum, meðal annars um aukna inngildingu og skilvirka málsmeðferð. „Mjög skrítið“ „Það eru breytingar þarna sem er erfitt að sjá hver tilgangurinn er með, annar en að senda einhver skilaboð. Það virkar ekki þannig. Það þyngir kerfið, þyngir málsmeðferðina og eru breytingar þarna sem skerða líkur á inngildingu fólks,“ sagði Arndís Anna í kvöldfréttum. Hún segir að í dag sé ekki stór hluti umsækjenda sem vísi í ofangreint ákvæði um sérstök tengsl. „Fyrir nokkrum árum síðan var þetta hlutfallslega talsverður fjöldi, eða í rauninni bara hlutfallslega. Þetta eru ekki margir einstaklingar en þetta eru sannarlega einstaklingar í mjög erfiðri stöðu. Þetta er almennt fólk sem hefur fengið vernd á Grikklandi og eygir þar enga von, á ættingja eða nána fjölskyldumeðlimi hér á landi,“ segir Arndís. Með breytingunni segir Arndís að verið sé að afnema heimild Útlendingastofnunar til þess að skoða mál fólks sem fellur í þann flokk. „Og það á við um börn, og jafnvel nýfædd, og veikt fólk eða annað slíkt. Þetta er auðvitað mjög skrítið.“ Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar var að auki til tals í Kvöldfréttum. Hann segir margt ágætt í heildarpakkanum sem kynntur var í dag. Til að mynda hafi verið viðurkennt að þörf sé á að hraða málsmeðferðir og vilji til að taka á þeim kúf sem hafi orðið til með meðhöndlun Venesúela-umsókna á vakt ríkisstjórnarinnar. Það hafi ollið því að kostnaður hafi að einhverju leyti farið úr böndunum í kerfinu. Níutíu daga markmiðið áður kynnt til leiks „Ég held hins vegar að það standi svolítið upp á ríkisstjórnina að útskýra hvernig þetta frumvarp sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í dag rímar við einmitt þessi markmið sem eru sett fram í þessum heildarpakka um að hraða málsmeðferðartíma af því það eru ákvæði þarna sem ríma ekkert rosalega vel við það,“ segir Jóhann Páll. „Þarna eru atriði sem geta stangast á. Í þessum pakka er auðvitað verið að tiltaka hitt og þetta sem hefur komið fram áður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem ráðherrar hafa talað um að þurfi að gera en hefur ekkert orðið af,“ segir Jóhann, aðspurður hvernig honum finnst inngildingin ríma við markmið dómsmálaráðuneytisins. Margt í henni sé óljóst orðað og því erfitt að bregðast strax við þeim þáttum. Þá segir hann þörf á að útskýra hvernig eigi að taka út ákvæði sem skapa hvata til að afgreiða Dyflinnarmál hratt, hvernig það rími við umrætt níutíu daga málsmeðferðar-markmið. Hann segir markmiðið áður hafa verið sett fram. „Ég fann nú bara fréttatilkynningu áðan frá 2014 á vef dómsmálaráðuneytisins þar sem var verið að tromma upp með það að nú ætti að tryggja að málsmeðferðartími verði ekki lengri en níutíu dagar á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Svo auðvitað hefur málsmeðferðartími verið miklu lengur eins og við þekkjum,“ segir Jóhann Páll og að á málsmeðferðartímanum verði kostnaður til því þá sé fólk á framfæri hins opinbera og án atvinnuréttinda. „Þannig að verkefnið hér er, eins og meðal annars Kristrún Frostadóttir kom inn á í viðtölum á síðustu dögum, að þarna er markmiðið, mjög mikilvægt, að hraða á málsmeðferðinni en það vantar upp á að því markmiði sé náð í þessu tiltekna frumvarpi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Píratar Samfylkingin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira