Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl stefnir á að fara út til Egyptalands til að koma ættingjum sínum til bjargar. Það kostar sitt og því verða haldnir styrktartónleikar í Iðnó næsta laugardag. aðsend „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. „Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira