Man Utd búið að hafa formlega samband við Ashworth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Dan Ashworth er kominn í leyfi. Dan Mullan/Getty Images Dan Ashworth er kominn í leyfi frá starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle United en allt bendir til þess að hann taki við sama starfi hjá Manchester United. Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31