Reið íslenskum stjórnvöldum að setja sjálfboðaliða í þessa stöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 09:01 Sema Erla var í tíu daga í Egyptalandi, þar sem hún aðstoðaði fólk út af Gasa. Hún segir aðstæður á svæðinu hræðilegar og mikla örvæntingu meðal fólks. Vísir/Steingrímur Dúi Einn nokkurra sjálfboðaliða, sem hefur dvalið í Kaíró undanfarið og aðstoðað Palestínumenn út af Gasa, segir hræðilegt að þurfa að velja hverjum skuli bjarga fyrst. hHún segist reið íslenskum stjórnvöldum að hafa ekki ráðist í verkið fyrr og þar með lagt það í hendur sjálfboðaliða. Sema Erla Serdar flaug út til Kaíró, að sækja palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, með hópi sjálfboðaliða föstudaginn 9. febrúar og kom aftur til Íslands um helgina. Hópurinn hefur þegar hjálpað tveimur fjölskyldum, samtals átta manns, út af svæðinu og bíður nú eftir að tólf til viðbótar komist yfir landamærin til Egyptalands. Sema segir að þegar fyrsta fjölskyldan var komin út af Gasa og ljóst var að þetta væri hægt hafi hjólin farið að snúast mjög hratt. Hópurinn hafi farið út með lista af hátt í hundrað manns. „Allt í einu var maður bara á leiðinni til Kaíró í Egyptalandi og við förum þarna með lista. Hátt í hundrað eru á þessum lista og við sjáum að það er ekki alveg hægt að leggja hann fram í einu lagi eins og stjórnvöld geta gert þannig að allt í einu erum við í þeirri stöðu að þurfa að forgangsraða hverjum við þurfum að reyna að koma fyrst út,“ segir Sema. „Í raun um leið og við mætum þarna út förum við að vinna og við erum nánast að vinna allan sólarhringinn á meðan við erum úti. Þetta ferli er frekar hægt og aðilar sem við erum að vinna með úti, sem við erum að reyna að ná sambandi við, komast að hjá með okkar lista af fólki, sem við erum að reyna að koma yfir landamærin út af Gasa og til Egyptalands.“ Hræðilegt að þurfa að forgangsraða fólki á átakasvæði Þannig voru þeir sem eru í mestri hættu, eru slasaðir eða veikir, komnir efst á lista sjálfboðaliðanna. Það hlýtur að vera svakalega erfitt að fara yfir listann og þurfa að velja? „Hræðilegt. Það er eiginlega erfitt að finna orðin til að lýsa öllu í kringum þetta. Þetta er ekki staða sem ég myndi óska neinum að þurfa að vera í: Að forgangsraða fólki út af stað þar sem verið er að fremja þjóðarmorð,“ segir Sema. „Það eru ítrekaðar árásir, ítrekuð fjöldamorð. Það er verið að sprengja flóttamannabúðirnar þar sem búið er að segja fólki að fara. Aðstæðurnar þarna eru hryllilegar og það er hræðilegt að vinna svona með líf fólks. Þó við séum að gera góða hluti, við erum að reyna að koma fólki undan þjóðarmorði, er margt í kringum þetta sem... Ég get kannski sagt að ég átti aldrei von á að vera í þessum aðstæðum.“ Miklar og flóknar tilfinningar Þetta verkefni hafi verið mikill tilfinningarússíbani. Hún nefnir að strax og hún og hennar föruneyti var komið til Kaíró hafi þau hitt fjölskylduna, sem kom til Íslands síðastliðinn föstudag. Það er móðir og þrjár dætur hennar, sem var nýkomin út af Gasa þegar Sema kom til Kaíró. „Við förum með þeim til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM, sem síðan heldur utan um ferðalagið þeirra frá Kaíró til Íslands. Þetta er mikið batterí, það er erfitt að komast alls staðar af stað. Þú ert að reyna að ýta þér og þínum málum áfram og það eru náttúrulega allir að reyna að gera það. Það er fullt af fólki sem er í sömu aðstæðum og við þarna úti. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig fólki líður. Við reynum bara að gera okkar besta.“ Sjálfboðaliðarnir hafi til að mynda farið í leiðangur til að útvega fjölskyldunni viðeigandi föt fyrir ferðina til Íslands. Til dæmis hafi þau farið með ungu konun að kaupa skó og úlpur handa stúlkunum. „Yngsta stelpan hafði líka týnt gleraugunum sínum á flóttanum þannig að við fórum að kaupa handa henni gleraugu.“ Mikil bið og hægir enn á ferlinu Ísraelar stefna á allsherjarinnrás inn í borgina Rafah á landamærunum að Egyptalandi innan þriggja vikna. Liggur því mikið á að ná sem flestum þaðan út. „Staðan er mjög erfið og ég myndi segja að það eigi við báðum megin við landamærin, þó það sé verið að drepa fólk öðru megin. Það hefur hægt á þessu vegna þess að það eru yfirstandandi árásir. Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið það út að þau munu á næstu vikum herða árásir sínar á Rafah. Það skapast alltaf meiri og meiri örvænting. Neyð, örvænting og spenna, það kannski lýsir umhverfinu sem við höfum verið í. Hún eykst með hverjum deginum, eðlilega,“ segir Sema. „Það er verið að drepa fólk inni á Gasa á hverjum einasta degi þannig að fólk er alltaf í þessari óvissu. Þess vegna er líka svo ótrúlegt hvað íslensk stjórnvöld hafa verið að draga lappirnar mikið í þessu máli. Við förum þarna út, við reynum að ná sambandi við þessa aðila sem við störfum með og það tekur nokkra daga að komast að, ná sambandi og leggja fram lista. Síðan gefa þau sér alveg fjóra til sjö daga til að ná fólkinu yfir landamærin.“ Dýrkeypt frelsi Eruð þið að greiða mútur til að ná fólki út af svæðinu? „Við erum ekki að greiða mútur. Ekkert okkar hefur greitt nokkurri manneskju, stofnun eða stjórnendum neinar mútur. Við erum að kaupa þjónustu sem felst í því að fara niður að landamærunum, sækja fólkið og koma því til Kaíró. Það er það sem við erum að greiða fyrir. Þetta er mjög mikill kostnaður, kostnaður sem íslensk stjórnvöld þyrftu ekki að borga,“ segir Sema. „Þetta væri ekki hægt ef ekki væri fyrir stuðning íslensks almennings sem hefur verið að leggja söfnun okkar lið. Okkur reiknast það til að sá hópur, sem við fórum af stað með í huga að það myndi kosta allt afð 50 til 60 milljónir að koma þeim hópi yfir landamærin. Nú höfum við safnað um helmingi þeirrar upphæðar. Hópurinn stækkar samt líka. Það eru fleiri að fá fjölskyldusameiningu. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að halda okkar verkefni áfram þangað til allir þessir einstaklingar eru komnir yfir landamærin.“ Ríkið hafi dregið lappirnar of lengi Diplómatar á vegum utanríkisráðuneytisins hafa verið úti í Kaíró í rúma viku og vinna að því að ná hópi út af Gasa. Sjálfboðaliðarnir heyrðu ekkert frá þeim fyrr en um helgina, sem Sema gagnrýnir harðlega. „Það er fyrst og fremst mjög einkennilegt og ég er mjög hissa á svona vinnubrögðum. Það sem við vorum að gera þarna úti var sjálfboðaliðavinna fyrir íslenska ríkið. Við vorum að gera það sem íslensk stjórnvöld eiga að vera að gera og eru í raun ekki enn búin að gera. Það er enn enginn kominn yfir landamærin á vegum íslenska ríkisins. Þau hafa enn ekki komið neinum þarna út. Þau fara rosalega seint af stað í þetta verkefni,“ segir Sema. „Það er í raun ekki fyrr en fyrsta fjölskyldan er komin til Íslands sem það verður einhver hreyfing á málum. Auðvitað reyndum við ítrekað að ná sambandi við þau, einfaldlega af því að við erum að vinna vinnuna þeirra. Ef þau ætla að gera það þurfum við kannski ekki líka að gera það í sjálfboðaliðavinnu.“ Samskipti við íslensk stjórnvöld reynst erfið Tugir milljóna hafa safnast fyrir verkefninu og fer hver einasta króna í að koma Palestínumönnunum út af Gasa. Sjálfboðaliðarnir greiða flug, gistingu og uppihald sjálfir. „Við höfum öll tekið okkur frí úr okkar vinnu. Við greiðum okkar ferðakostnað, okkar uppihald. Það er ekki tekið af þessum söfnunarpeningum. Við greiðum það sjálf. Við tökum ekki af söfnunarpeningunum. Það er ótrúlegt að horfa upp á þetta. En þetta er kannski ekkert nýtt í íslenskri stjórnsýslu, sérstaklega gagnvart þessum málaflokki. Það hefur alltaf reynst okkur svakalega erfitt að eiga í samskiptum við íslensk stjórnvöld,“ segir Sema. „Síðan kemur þetta símtal um helgina. Það er kannski ekkert sem kemur fram í því samtali, sem fær okkur til að hætta okkar vinnu. Það er ekki komið á hreint hvenær þau ætla að koma fólki yfir landamærin. Það er ekki komið á hreint hvaða hópur það nákvæmlega er. Það eru einstaklingar sem eru þessa dagana að fá dvarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem mér skilst að séu ekki á þeim lista sem íslensk stjórnvöld hafa lagt fram.“ Hún segir ferlið allt hafa verið súrrealískt og sorglegt á sama tíma. „Ég er fyrst og fremst ótrúlega reið út í íslensk stjórnvöld fyrir að búa til þessar aðstæður fyrir sjálfboðaliða frá Íslandi til að vera í. Þau áttu að vera löngu búin að ganga í þetta verkefni. Þau veita fólki dvalarleyfi á Íslandi og eiga þá auðvitað að greiða leið þeirra hingað til lands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Egyptaland Tengdar fréttir Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01 Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48 Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sema Erla Serdar flaug út til Kaíró, að sækja palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, með hópi sjálfboðaliða föstudaginn 9. febrúar og kom aftur til Íslands um helgina. Hópurinn hefur þegar hjálpað tveimur fjölskyldum, samtals átta manns, út af svæðinu og bíður nú eftir að tólf til viðbótar komist yfir landamærin til Egyptalands. Sema segir að þegar fyrsta fjölskyldan var komin út af Gasa og ljóst var að þetta væri hægt hafi hjólin farið að snúast mjög hratt. Hópurinn hafi farið út með lista af hátt í hundrað manns. „Allt í einu var maður bara á leiðinni til Kaíró í Egyptalandi og við förum þarna með lista. Hátt í hundrað eru á þessum lista og við sjáum að það er ekki alveg hægt að leggja hann fram í einu lagi eins og stjórnvöld geta gert þannig að allt í einu erum við í þeirri stöðu að þurfa að forgangsraða hverjum við þurfum að reyna að koma fyrst út,“ segir Sema. „Í raun um leið og við mætum þarna út förum við að vinna og við erum nánast að vinna allan sólarhringinn á meðan við erum úti. Þetta ferli er frekar hægt og aðilar sem við erum að vinna með úti, sem við erum að reyna að ná sambandi við, komast að hjá með okkar lista af fólki, sem við erum að reyna að koma yfir landamærin út af Gasa og til Egyptalands.“ Hræðilegt að þurfa að forgangsraða fólki á átakasvæði Þannig voru þeir sem eru í mestri hættu, eru slasaðir eða veikir, komnir efst á lista sjálfboðaliðanna. Það hlýtur að vera svakalega erfitt að fara yfir listann og þurfa að velja? „Hræðilegt. Það er eiginlega erfitt að finna orðin til að lýsa öllu í kringum þetta. Þetta er ekki staða sem ég myndi óska neinum að þurfa að vera í: Að forgangsraða fólki út af stað þar sem verið er að fremja þjóðarmorð,“ segir Sema. „Það eru ítrekaðar árásir, ítrekuð fjöldamorð. Það er verið að sprengja flóttamannabúðirnar þar sem búið er að segja fólki að fara. Aðstæðurnar þarna eru hryllilegar og það er hræðilegt að vinna svona með líf fólks. Þó við séum að gera góða hluti, við erum að reyna að koma fólki undan þjóðarmorði, er margt í kringum þetta sem... Ég get kannski sagt að ég átti aldrei von á að vera í þessum aðstæðum.“ Miklar og flóknar tilfinningar Þetta verkefni hafi verið mikill tilfinningarússíbani. Hún nefnir að strax og hún og hennar föruneyti var komið til Kaíró hafi þau hitt fjölskylduna, sem kom til Íslands síðastliðinn föstudag. Það er móðir og þrjár dætur hennar, sem var nýkomin út af Gasa þegar Sema kom til Kaíró. „Við förum með þeim til Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM, sem síðan heldur utan um ferðalagið þeirra frá Kaíró til Íslands. Þetta er mikið batterí, það er erfitt að komast alls staðar af stað. Þú ert að reyna að ýta þér og þínum málum áfram og það eru náttúrulega allir að reyna að gera það. Það er fullt af fólki sem er í sömu aðstæðum og við þarna úti. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig fólki líður. Við reynum bara að gera okkar besta.“ Sjálfboðaliðarnir hafi til að mynda farið í leiðangur til að útvega fjölskyldunni viðeigandi föt fyrir ferðina til Íslands. Til dæmis hafi þau farið með ungu konun að kaupa skó og úlpur handa stúlkunum. „Yngsta stelpan hafði líka týnt gleraugunum sínum á flóttanum þannig að við fórum að kaupa handa henni gleraugu.“ Mikil bið og hægir enn á ferlinu Ísraelar stefna á allsherjarinnrás inn í borgina Rafah á landamærunum að Egyptalandi innan þriggja vikna. Liggur því mikið á að ná sem flestum þaðan út. „Staðan er mjög erfið og ég myndi segja að það eigi við báðum megin við landamærin, þó það sé verið að drepa fólk öðru megin. Það hefur hægt á þessu vegna þess að það eru yfirstandandi árásir. Ísraelsk stjórnvöld hafa gefið það út að þau munu á næstu vikum herða árásir sínar á Rafah. Það skapast alltaf meiri og meiri örvænting. Neyð, örvænting og spenna, það kannski lýsir umhverfinu sem við höfum verið í. Hún eykst með hverjum deginum, eðlilega,“ segir Sema. „Það er verið að drepa fólk inni á Gasa á hverjum einasta degi þannig að fólk er alltaf í þessari óvissu. Þess vegna er líka svo ótrúlegt hvað íslensk stjórnvöld hafa verið að draga lappirnar mikið í þessu máli. Við förum þarna út, við reynum að ná sambandi við þessa aðila sem við störfum með og það tekur nokkra daga að komast að, ná sambandi og leggja fram lista. Síðan gefa þau sér alveg fjóra til sjö daga til að ná fólkinu yfir landamærin.“ Dýrkeypt frelsi Eruð þið að greiða mútur til að ná fólki út af svæðinu? „Við erum ekki að greiða mútur. Ekkert okkar hefur greitt nokkurri manneskju, stofnun eða stjórnendum neinar mútur. Við erum að kaupa þjónustu sem felst í því að fara niður að landamærunum, sækja fólkið og koma því til Kaíró. Það er það sem við erum að greiða fyrir. Þetta er mjög mikill kostnaður, kostnaður sem íslensk stjórnvöld þyrftu ekki að borga,“ segir Sema. „Þetta væri ekki hægt ef ekki væri fyrir stuðning íslensks almennings sem hefur verið að leggja söfnun okkar lið. Okkur reiknast það til að sá hópur, sem við fórum af stað með í huga að það myndi kosta allt afð 50 til 60 milljónir að koma þeim hópi yfir landamærin. Nú höfum við safnað um helmingi þeirrar upphæðar. Hópurinn stækkar samt líka. Það eru fleiri að fá fjölskyldusameiningu. Við sjáum ekkert annað í stöðunni en að halda okkar verkefni áfram þangað til allir þessir einstaklingar eru komnir yfir landamærin.“ Ríkið hafi dregið lappirnar of lengi Diplómatar á vegum utanríkisráðuneytisins hafa verið úti í Kaíró í rúma viku og vinna að því að ná hópi út af Gasa. Sjálfboðaliðarnir heyrðu ekkert frá þeim fyrr en um helgina, sem Sema gagnrýnir harðlega. „Það er fyrst og fremst mjög einkennilegt og ég er mjög hissa á svona vinnubrögðum. Það sem við vorum að gera þarna úti var sjálfboðaliðavinna fyrir íslenska ríkið. Við vorum að gera það sem íslensk stjórnvöld eiga að vera að gera og eru í raun ekki enn búin að gera. Það er enn enginn kominn yfir landamærin á vegum íslenska ríkisins. Þau hafa enn ekki komið neinum þarna út. Þau fara rosalega seint af stað í þetta verkefni,“ segir Sema. „Það er í raun ekki fyrr en fyrsta fjölskyldan er komin til Íslands sem það verður einhver hreyfing á málum. Auðvitað reyndum við ítrekað að ná sambandi við þau, einfaldlega af því að við erum að vinna vinnuna þeirra. Ef þau ætla að gera það þurfum við kannski ekki líka að gera það í sjálfboðaliðavinnu.“ Samskipti við íslensk stjórnvöld reynst erfið Tugir milljóna hafa safnast fyrir verkefninu og fer hver einasta króna í að koma Palestínumönnunum út af Gasa. Sjálfboðaliðarnir greiða flug, gistingu og uppihald sjálfir. „Við höfum öll tekið okkur frí úr okkar vinnu. Við greiðum okkar ferðakostnað, okkar uppihald. Það er ekki tekið af þessum söfnunarpeningum. Við greiðum það sjálf. Við tökum ekki af söfnunarpeningunum. Það er ótrúlegt að horfa upp á þetta. En þetta er kannski ekkert nýtt í íslenskri stjórnsýslu, sérstaklega gagnvart þessum málaflokki. Það hefur alltaf reynst okkur svakalega erfitt að eiga í samskiptum við íslensk stjórnvöld,“ segir Sema. „Síðan kemur þetta símtal um helgina. Það er kannski ekkert sem kemur fram í því samtali, sem fær okkur til að hætta okkar vinnu. Það er ekki komið á hreint hvenær þau ætla að koma fólki yfir landamærin. Það er ekki komið á hreint hvaða hópur það nákvæmlega er. Það eru einstaklingar sem eru þessa dagana að fá dvarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem mér skilst að séu ekki á þeim lista sem íslensk stjórnvöld hafa lagt fram.“ Hún segir ferlið allt hafa verið súrrealískt og sorglegt á sama tíma. „Ég er fyrst og fremst ótrúlega reið út í íslensk stjórnvöld fyrir að búa til þessar aðstæður fyrir sjálfboðaliða frá Íslandi til að vera í. Þau áttu að vera löngu búin að ganga í þetta verkefni. Þau veita fólki dvalarleyfi á Íslandi og eiga þá auðvitað að greiða leið þeirra hingað til lands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Utanríkismál Egyptaland Tengdar fréttir Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01 Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48 Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Diplómatarnir ræddu við sjálfboðaliðana um helgina Diplómatar í Egyptalandi á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við hóp sjálfboðaliða, sem hafa aðstoðað fólk út af Gasa. Sjálfboðaliðar eru á leið út til Kaíró til að halda verkefninu áfram. 19. febrúar 2024 12:01
Hóta innrás í Rafah fyrir Ramadan ef gíslarnir verða ekki látnir lausir Benny Gantz, sem er fyrrverandi yfirmaður hjá hernum og situr nú í herráði Ísrael, segir Ísraelsmenn munu láta til skarar skríða í Rafah fyrir Ramadan ef Hamas láta ekki þá gísla sem enn eru í haldi samtakanna lausa. 19. febrúar 2024 06:48
Önnur palestínsk fjölskylda komin til landsins: „Við erum heppin að fá þau í okkar samfélag“ Palestínsk móðir og dætur hennar þrjár, sem dvalið hafa á Gasaströndinni, eru komnar til landsins. Mæðgurnar eru í hópi tólf Palestínumanna sem hópur íslenskra sjálfboðaliða aðstoðar nú við að komast yfir Rafah-landamærin. 16. febrúar 2024 19:29