Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 13:51 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og fleiri eyjar í kringum Ísland. „Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands.“ Hart sótt að ráðherranum vegna málsins Hart hefur verið sótt að ráðherranum vegna málsins af hálfu bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, sagði til að mynda að kröfugerðin hefði orðið til í fjármálaráðuneytinu undir Þórdísi en ekki hjá óbyggðanefnd líkt og hún hefði haldið fram. Vísir hefur áður rætt málið við Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar. Hann hefur sagt misskilnings gæta um málið, það sé ekki óbyggðanefnd sem geri kröfurnar, heldur fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk óbyggðanefndar sé að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Hafi sínar skoðanir á ríkjandi lögum Í aðsendri grein sinni á Vísi segir Þórdís Kolbrún að sem betur fer séu gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Í þjóðlendulögum felist tiltekin málsmeðferð. „Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum.“ Þórdís segist þó hafa sínar skoðanir á lögunum og framkvæmd þeirra. Hún telur ríkið eiga enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. „Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað.“ Ekki gerðar breytingar í tíð Páls Þá vísar Þórdís til þeirra orða sem Páll Magnússon vitnar til í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, „svona gerir maður ekki.“ „Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra.“ Þá rifjar Þórdís upp að leikreglum hafi lítillega verið breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur hafi verið breytt. Hún rifjar upp að Páll hafi verið formaður allsherjar- og menntamálanefnd við það tilefni. „Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð.“ Litið hafi verið á að skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu. Í meðförum málsins hjá þingnef Páls hafi hinsvegar engin slík breyting verið lögð til. Ráðuneytið hafi svo 2023 lagt til að þessi leið yrði farin en óbyggðanefnd ekki fallist á þau sjónarmið. Fylgir lögum „Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni.“ Þórdís segir öllum mega vera ljós, þó sjálfsagt sé að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem háð séu beinum eignarréttindum. „Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998.“ Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og fleiri eyjar í kringum Ísland. „Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands.“ Hart sótt að ráðherranum vegna málsins Hart hefur verið sótt að ráðherranum vegna málsins af hálfu bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, sagði til að mynda að kröfugerðin hefði orðið til í fjármálaráðuneytinu undir Þórdísi en ekki hjá óbyggðanefnd líkt og hún hefði haldið fram. Vísir hefur áður rætt málið við Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar. Hann hefur sagt misskilnings gæta um málið, það sé ekki óbyggðanefnd sem geri kröfurnar, heldur fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk óbyggðanefndar sé að taka við kröfunum, kynna og auglýsa þannig að allir þeir sem kunna eða telja sig eiga öndverða hagsmuni geta látið málið til sín taka og gert athugasemdir. Frestur til athugasemda eru þrír mánuðir eða til 15. maí næstkomandi. Hafi sínar skoðanir á ríkjandi lögum Í aðsendri grein sinni á Vísi segir Þórdís Kolbrún að sem betur fer séu gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Í þjóðlendulögum felist tiltekin málsmeðferð. „Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum.“ Þórdís segist þó hafa sínar skoðanir á lögunum og framkvæmd þeirra. Hún telur ríkið eiga enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt. „Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað.“ Ekki gerðar breytingar í tíð Páls Þá vísar Þórdís til þeirra orða sem Páll Magnússon vitnar til í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, „svona gerir maður ekki.“ „Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra.“ Þá rifjar Þórdís upp að leikreglum hafi lítillega verið breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur hafi verið breytt. Hún rifjar upp að Páll hafi verið formaður allsherjar- og menntamálanefnd við það tilefni. „Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð.“ Litið hafi verið á að skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu. Í meðförum málsins hjá þingnef Páls hafi hinsvegar engin slík breyting verið lögð til. Ráðuneytið hafi svo 2023 lagt til að þessi leið yrði farin en óbyggðanefnd ekki fallist á þau sjónarmið. Fylgir lögum „Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni.“ Þórdís segir öllum mega vera ljós, þó sjálfsagt sé að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem háð séu beinum eignarréttindum. „Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998.“
Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira