Tók 0,3 sekúndur að búa til nektarmynd af sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2024 11:42 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi hefur áhyggjur af beitingu gervigreindar til stafræns kynferðisofbeldis. Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynferðisofbeldi og stjórnarformaður Nordref, segir engan óhultan fyrir gervigreind og möguleikum sem henni fylgja til stafræns kynferðisofbeldis. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“ Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórdís hefur sjálf prófað að nýta tæknina með þessum hætti á sjálfri sér til að sýna fram á möguleika hennar. „Ég einmitt sannreyndi það á sjálfri mér hér fyrir skemmstu og fékk út nektarmynd á 0,3 sekúndum sem afklæddi mig að fullu,“ segir Þórdís. „Þarna erum við kannski hingað til búin að líta á þetta sem svona kynbundið vandamál, það eru fyrst og fremst konur og stúlkur sem eru að verða fyrir því að nektarmyndir af þeim eru notaðar gegn þeim en núna með þessari tækni þá er þetta orðið vandamál sem getur skotið upp kollinum í lífi allra, það er að segja að vera tekinn fyrir með þessum hætti.“ 75 prósent fengið óumbeðið efni Þórdís hefur undanfarin ár starfað með Nordref samtökunum og hefur rannsakað það hverjir það eru sem beita stafrænu ofbeldi á netinu og hvers vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í dag en Þórdís segir þar gerendur fyrst og fremst hafa verið kortlagða. „Eitt af því sem kom í ljós í þessum rannsóknarniðurstöðum, sérstaklega hvað Ísland varðar, það var einmitt hversu gríðarlega útbreitt sumar tegundir af þessu ofbeldi eru. Það má nefna að 75 prósent af þeim konum sem svöruðu okkar könnun höfðu fengið óumbeðið kynferðislegt efni sent til sín og þar bera auðvitað typpamyndirnar hæst.“ Þórdís segir að þegar komi að hótunum og óleyfilegri dreifingu nektarmynda séu það glæpir sem að langstærstu leyti eru framdir af fyrrverandi kærustum eða núverandi kærustum eða mökum. „En það verður algjör viðsnúningur í þessum óumbeðnu typpamyndum. Þar sjáum við að langstærstu leyti er gerandinn ókunnugur konunni sem málið snýst um. Þarna erum við að sjá stafræna útfærslu af því sem ég þekkti sem barn sem svona flassara sem gengu um í síðum frakka.“
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Tækni Gervigreind Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira