Innlent

Féll í gjá í Heið­mörk

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarsveitir úr Garðabæt og Hafnarfirði voru sendar á vettvang.
Björgunarsveitir úr Garðabæt og Hafnarfirði voru sendar á vettvang. Vísir/Einra

Kona féll í sprungu í Heiðmörk í dag. Hún mun hafa verið á Búrfellsgjár gönguleiðinni þegar hún féll og voru björgunarsveitir frá Garðabæ og Hafnarfirði sendar á vettvang.

Útkallið barst rétt fyrir klukkan þrjú en einnig fór hópur frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á staðinn, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í heildina voru milli tíu og fimmtán manns send á vettvang.

Björgunarstörf gengu greiðlega samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Á vef Ríkisútvarpsins segir að konan hafi ekki verið mikið meidd.

Henni mun hafa verið bjargað með línubúnaði en eftir smá aðhlynningu í sjúkrabíl fór hún sjálf heim til sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×