Clattenburg kominn í áhugavert starf hjá Nottingham Forest Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Mark Clattenburg dæmdi marga stórleiki á sínum tíma. Vísir/Getty Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var í stúkunni í leik Nottingham Forest gegn West Ham í gær og sat þar við hlið eiganda Forest. Clattenburg er orðinn starfsmaður Forest og hlutverk hans er nokkuð áhugavert. Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira