Lífið

Hrífandi hönnunarperla við Heið­mörk

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stórbrotið útsýni að óspilltri náttúru úr stofunni.
Stórbrotið útsýni að óspilltri náttúru úr stofunni. Fasteignaljósmyndun

Við Urriðaholtsstræti 72 í Garðabæ má finna glæsilegt 180 fermetra raðhús á tveimur hæðum með útsýni að Heiðmörk. Það sem gerir eignina afar áhugaverða er að húsið er svansvottað. Ásett verð er 147,9 milljónir.

Falleg hönnun, hlýleiki og náttúruleg birta einkennir þessa sjarmerandi eign.

Eigendur eru sannkallaðir fagurkerar sem hafa innréttað húsið á afar glæsilegan máta með skandi­nav­ísku yf­ir­bragði, en í eigninni má finna klass­ísk húsgögn eft­ir heimsþekkta hönnuði sem stand­ast tím­ans tönn. 

Þá má meðal annars nefna Eggið og Sjöurnar eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen og gráar Montana hillueiningar, hönnun frá árinu 1982.

Náttúruleg birta er eitt af þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá svansvottun.Fasteignaljósmyndun
Útgengt er úr alrýminu á rúmgóðan pall.Fasteignaljósmyndun

Alrýmið sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, er í björtu og rúmgóðu rými með góðum gluggum og útsýni að óspilltri náttúru.

Eignin skiptist í fimm svefnherbergi, þvottahús, tvö baðherbergi, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsrými og geymslu. Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd. Hver krók­ur og kimi er vel nýtt­ur í hús­inu sem er til­valið fjöl­skyldu­fólk.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með góðu vinnuplássi.Fasteignaljósmyndun
í eldhúsi er grár innrétting og ljós qvarts steinn á borðum.Fasteignaljósmyndun
Skrifstofuaðstaðan undir stiganum er sniðug og góð nýting á rýminu.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Tvö stílhrein baðherbergi eru í eigninni.Fasteignaljósmyndun
Fjögur barnaherbergi eru í húsinu.Fasteignaljósmyndun
Útgengt er á svalir úr hjónaherbergi með fallegu útsýni að Heiðmörk.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×