Sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 16:31 Caitlin Clark fagnar körfunni sem tryggði henni metið og ekki er minni fögnuður hjá áhorfendum. AP/Matthew Putney Caitlin Clark vantaði átta stig til að verða í nótt stigahæsta kona í sögu bandaríska háskolaboltans. Hún skoraði 49 stig í leiknumþegar Iowa vann 106-89 sigur á Michigan. Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024 Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Clark var ekkert að bíða eftir því að slá metið því hún skoraði átta fyrstu stiga Iowa liðsins í leiknum. Clark sló stigametið með þriggja stiga skoti frá „lógóinu“. Hún keyrði upp völlinn, stoppaði langt utan og lét vaða. Boltinn fór beina leið í körfuna og höllin trylltist. Þarna voru aðeins liðnar tvær mínútur og tólf sekúndur af leiknum. "Ya'll knew I was gonna shoot a logo 3 for the record, come on now" Caitlin Clark pic.twitter.com/emNhwxLZ19— CBS Sports (@CBSSports) February 16, 2024 „Þið vissuð öll að ég ætlaði að slá metið með því að skjóta frá lógóinu,“ sagði Caitlin Clark létt í leikslok. Clark er svakaleg skytta og frábær spilamennska hennar undanfarin ár hefur gert hana að einum vinsælasta íþróttamanni Bandaríkjanna. Það er uppselt á flesta leiki Iowa og miðarnir á leikina seljast á uppsprengdu verði. Kelsey Plum átti metið en hún skoraði á sínum tíma 3527 stig fyrir Washington skólann frá 2013 til 2017. Clark er nú komin með 3569 stig og á eftir að bæta mikið við metið enda nóg af leikjum eftir. Áður en leiknum lauk hafði hún sett nýtt persónu stigamet og bætt stigamet skólans. Hún lét sér ekki bara nægja að skora þessi 49 stig því hún var einnig með 13 stoðsendingar á liðsfélaga sína. Clark skoraði 9 þrista í leiknum og hitti alls úr 16 af 31 skoti sínum. Hún átti því beinan þátt í 29 af 34 körfum liðsins. Næsta takmark hlýtur að verða að slá stigamet Pete Maravich og verða þannig stigahæsti leikmaðurinn í 1. deild háskólaboltans hjá báðum kynjum. Það eru fjórir deildarleikir eftir og hana vantar 99 stig til að slá met Maravich. View this post on Instagram A post shared by Iowa Women's Basketball (@iowawbb) The range on these is plain stupid. Caitlin Clark pic.twitter.com/EtGR4AW1Ma— HALL of GOATS (@GOATS_hall) February 16, 2024
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira