Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2024 11:54 Hgafræðingar áttu ekki von á samdrætti í Japan. AP/Kyodo News Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan. Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár. Japan Þýskaland Bretland Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár.
Japan Þýskaland Bretland Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira