Mátti reka flugumferðarstjóra sem var kærður fyrir nauðgun Árni Sæberg skrifar 14. febrúar 2024 12:15 Isavia sér um flugumferðarstjórn á Íslandi. Vísir/Vilhelm Isavia ANS, dótturfélag Isavia, hefur verið sýknað af öllum kröfum fyrrverandi flugumferðarstjóra og kennara, sem sagt var upp störfum eftir að nemandi kærði hann og samstarfsmann fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórinn vildi meina að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember síðastliðinn en birtur í dag. Dómurinn hefur verið hreinsaður af nöfnum og ýmsu öðru en ljóst má telja af atvikalýsingu að um mál flugumferðarstjóranna tveggja sé að ræða, en fréttastofa greindi frá því í júlí árið 2021. Málið sneri að því að tveimur flugumferðarstjóru var sagt upp störfum vegna þess að þeir höfðu verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní árið 2020. Konan var þá tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Héraðssaksóknari felldi málið niður vegna skorts á sönnunargögnum og Ríkissaksóknari staðfesti þá niðurstöðu. Taldi Isavia hafa bakað honum tjón Í dóminum segir að maðurinn hafi stefnt Isavia í júní árið 2022 og krafist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda Isavia á tjóni hans vegna ákvörðunar Isavia um að segja honum upp störfum á þeim grunni, sem gert var með bréfi Isavia í júlí árið 2021. Hann hafi byggt á því fyrir dómi að Isavia hefði brotið með saknæmum og ólögmætum hætti gegn réttindum flugumferðarstjórans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á honum hvíldu. Með því hafi Isavia valdið honum tjóni og bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Hafi gerst sekur um alvarlegt brot Í dóminum segir að Isavia hafi byggt á því að fyrirtækið hefði hvorki staðið að uppsögn mannsins úr starfi á saknæman og ólögmætan hátt né að skilyrði almennu skaðabótareglunnar væru uppfyllt. Uppsögnin hafi verið ákveðin á þeim grundvelli að hann hefði gerst sekur um alvarlegt brot á siðareglum og viðbragðsáætlun hafi verið sett í gang á grundvelli laga og reglugerðar sem giltu um starfsmannamál Isavia. Hafi mátt vera ljóst að samskiptin væru óviðeigandi Í niðurstöðukafla dómsins segir að heimild hafi verið í ráðningarsamningi til að segja manninum upp starfi með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá hafi auk þess verið tekið fram í ráðningarsamningi að alvarleg brot á siðareglum gætu leitt til starfsloka. Manninum, sem var kennari við Isavia ANS, hafi mátt vera ljóst að þau samskipti sem hann átti við nemanda við skólann samrýmdust engan veginn stöðu hans sem kennara nemandans. Eins og málið lægi fyrir yrði talið með hliðsjón af því sem segir um meðferð málsins hjá Isavia í kjölfar þess að maðurinn upplýsti í júnímánuði 2020 um atvik hans með nemandanum að honum hafi verið gerð skýr grein fyrir því að hegðun hans og háttsemi í starfi sem kennari við skólann væri ámælisverð. Honum hafi því áður en til uppsagnar kom verið gerð grein fyrir því að störfum hans, hegðun eða háttsemi væri ábótavant. Þá væri einnig ljóst af skýrslu mannsins fyrir dóminum að honum hafi verið ljós afstaða Isavia til málsins, sem hafi lýst vonbrigðum sínum með hegðun hans gagnvart nemandanum. Klárt brot á siðareglum Að mati dómsins yrði að telja að sú háttsemi mannsins gagnvart nemanda sínum, sem lýst sé í gögnum málsins hafi verið mjög ámælisverð og falið í sér brot á grein siðareglna Isavia, þar sem segi meðal annars að starfsmenn skuli „varast að framkoma okkar varpi rýrð á starf okkar eða fyrirtækið í heild, hvort sem er innan þess eða utan“. Heimilt hafi verið að segja manninum upp starfi vegna brota á siðareglum félagsins, eins og skýrt hafi komið fram í ráðningarsamningi mannsins og einnig í siðareglunum. Því hafi sú ástæða sem tilgreind var í uppsagnarbréfinu um alvarlegt brot gegn siðareglum verið réttmæt. Með vísan til þess og fleiri atriða komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að segja manninum upp störfum og því bæri fyrirtækið enga skaðabótaábyrgð á tjóni hans. Þá var manninum gert að greiða Isavia eina milljón króna í málskostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember síðastliðinn en birtur í dag. Dómurinn hefur verið hreinsaður af nöfnum og ýmsu öðru en ljóst má telja af atvikalýsingu að um mál flugumferðarstjóranna tveggja sé að ræða, en fréttastofa greindi frá því í júlí árið 2021. Málið sneri að því að tveimur flugumferðarstjóru var sagt upp störfum vegna þess að þeir höfðu verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa beitt unga konu kynferðisofbeldi eftir skemmtun starfsmanna í júní árið 2020. Konan var þá tvítugur nemandi í flugumferðarstjórn og mennirnir tveir reynslumiklir flugumferðarstjórar á fimmtugsaldri. Héraðssaksóknari felldi málið niður vegna skorts á sönnunargögnum og Ríkissaksóknari staðfesti þá niðurstöðu. Taldi Isavia hafa bakað honum tjón Í dóminum segir að maðurinn hafi stefnt Isavia í júní árið 2022 og krafist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda Isavia á tjóni hans vegna ákvörðunar Isavia um að segja honum upp störfum á þeim grunni, sem gert var með bréfi Isavia í júlí árið 2021. Hann hafi byggt á því fyrir dómi að Isavia hefði brotið með saknæmum og ólögmætum hætti gegn réttindum flugumferðarstjórans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á honum hvíldu. Með því hafi Isavia valdið honum tjóni og bakað sér bótaskyldu gagnvart honum. Hafi gerst sekur um alvarlegt brot Í dóminum segir að Isavia hafi byggt á því að fyrirtækið hefði hvorki staðið að uppsögn mannsins úr starfi á saknæman og ólögmætan hátt né að skilyrði almennu skaðabótareglunnar væru uppfyllt. Uppsögnin hafi verið ákveðin á þeim grundvelli að hann hefði gerst sekur um alvarlegt brot á siðareglum og viðbragðsáætlun hafi verið sett í gang á grundvelli laga og reglugerðar sem giltu um starfsmannamál Isavia. Hafi mátt vera ljóst að samskiptin væru óviðeigandi Í niðurstöðukafla dómsins segir að heimild hafi verið í ráðningarsamningi til að segja manninum upp starfi með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá hafi auk þess verið tekið fram í ráðningarsamningi að alvarleg brot á siðareglum gætu leitt til starfsloka. Manninum, sem var kennari við Isavia ANS, hafi mátt vera ljóst að þau samskipti sem hann átti við nemanda við skólann samrýmdust engan veginn stöðu hans sem kennara nemandans. Eins og málið lægi fyrir yrði talið með hliðsjón af því sem segir um meðferð málsins hjá Isavia í kjölfar þess að maðurinn upplýsti í júnímánuði 2020 um atvik hans með nemandanum að honum hafi verið gerð skýr grein fyrir því að hegðun hans og háttsemi í starfi sem kennari við skólann væri ámælisverð. Honum hafi því áður en til uppsagnar kom verið gerð grein fyrir því að störfum hans, hegðun eða háttsemi væri ábótavant. Þá væri einnig ljóst af skýrslu mannsins fyrir dóminum að honum hafi verið ljós afstaða Isavia til málsins, sem hafi lýst vonbrigðum sínum með hegðun hans gagnvart nemandanum. Klárt brot á siðareglum Að mati dómsins yrði að telja að sú háttsemi mannsins gagnvart nemanda sínum, sem lýst sé í gögnum málsins hafi verið mjög ámælisverð og falið í sér brot á grein siðareglna Isavia, þar sem segi meðal annars að starfsmenn skuli „varast að framkoma okkar varpi rýrð á starf okkar eða fyrirtækið í heild, hvort sem er innan þess eða utan“. Heimilt hafi verið að segja manninum upp starfi vegna brota á siðareglum félagsins, eins og skýrt hafi komið fram í ráðningarsamningi mannsins og einnig í siðareglunum. Því hafi sú ástæða sem tilgreind var í uppsagnarbréfinu um alvarlegt brot gegn siðareglum verið réttmæt. Með vísan til þess og fleiri atriða komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Isavia hafi verið heimilt að segja manninum upp störfum og því bæri fyrirtækið enga skaðabótaábyrgð á tjóni hans. Þá var manninum gert að greiða Isavia eina milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vinnumarkaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira