Vilja leggja niður RÚV ohf. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2024 09:43 Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Níu af sextán þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum sem snerta fjölmiðla, þar á meðal. Ríkisútvarpið. Leggja þeir til að RÚV ohf. verði lagt niður og til verði ríkisstofnun á fjárlögum með sjálfstæða stjórn. Það sé ekkert samræmi fólgið í því að RÚV auki tekjur sínar í hlutfalli við aukna fólksfjölgun vegna útvarpsgjaldsins. Beinir styrkir til einkarekinna fjölmiðla verði einnig felldir niður. Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Nái frumvarpið um ýmsar breytingar á lögum fram að ganga verður formbreyting á rekstri Ríkisútvarpsins og skattalegar ívilnanir fyrir sjálfstæða fjölmiðla innleiddar til að styrkja stöðu þeirra. Þá verða skorður settar við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins. „Með frumvarpinu viljum við jafna stöðuna á fjölmiðlamarkaði, draga úr forréttindum ríkisfjölmiðils og styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla,“ segir Óli Björn Kárason, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins í tilkynningu til fjölmiðla. „Við þurfum að viðurkenna að það voru mistök að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi. Þá ætti öllum að vera ljóst að fyrirkomulag fjármögnunar með álagningu útvarpsgjalds er óeðlileg. Klippt hefur verið á milli fjármögnunar og þróunar rekstrarkostnaðar vegna lögbundinna verkefna.“ Í greinargerð með frumvarpinu er í þessu sambandi bent á að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ráðist af fjölda skattgreiðenda á aldrinum 16-67 ára, fjölda lögaðila og fjárhæð útvarpsgjalds en endurspegli ekki þróun útgjalda. Hlutverk og þjónusta Ríkisútvarpsins sé nánast að öllu leyti sú sama, óháð fjölda skattgreiðenda hverju sinni. Auknar tekjur Ríkisútvarpsins vegna fjölgunar greiðenda útvarpsgjalds séu því ekki í neinu samræmi við þær skyldur sem á því hvílir, enda eru ekki lagðar ríkari skyldur á Ríkisútvarpið samhliða fólksfjölgun. Í frumvarpinu eru jafnframt settar skorður við samkeppnisrekstri Ríkisútvarpsins, sem ekki verður heimilt að afla kostunar og stífar reglur verða um auglýsingar. Ríkisútvarpinu verður heimilt að birta auglýsingar á grundvelli gjaldskrár sem staðfest hefur verið af ráðherra og birt opinberlega. Óheimilt verður að veita nokkurs konar afslátt af gjaldskrá eða stunda beina sölu auglýsinga. Hámarksauglýsingatími á hverri klukkustund verði fimm mínútur. Lagt er til að beinir ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla verði felldir niður. Á móti njóti sjálfstæðir fjölmiðlar skattaívilnana sem eru samræmdar og gegnsæjar. Annars vegar með undanþágu frá greiðslu tryggingagjalds upp að vissu marki og hins vegar með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum innlendra fjölmiðla; prentmiðlum, netmiðlum og ljósvakamiðlum. Hlutfallslega fáist sama lækkun á hvern fjölmiðil miðað við launakostnað og áskriftartekjur og er skattaívilnunin þannig byggð á rekstri einstakra fjölmiðla. „Nái frumvarpið fram að ganga verður umhverfi fjölmiðla heilbrigðra en áður. Óréttlætið sem viðgengst er augljóst og löggjafinn getur ekki leyft sé að sitja aðgerðarlaus hjá,“ segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira