„Þetta bætir geðheilsuna talsvert“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2024 20:34 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fimm leikja taphrina Stjörnunnar í Subway deildinni er lokið eftir sigur gegn Njarðvík á heimavelli 77-73. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst við spila einn besta leik sem við höfum spilað og ég er mjög sáttur með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Njarðvík byrjaði betur og komst snemma ellefu stigum yfir 1-12. Arnar sagði að Njarðvík hafi komið á óvart í upphafi leiks. „Þær komu út í hálf pressu sem við vorum augljóslega ekki tilbúin undir og þær komu okkur á óvart.“ Eftir áhlaup Njarðvíkur var allt annað að sjá spilamennsku Stjörnunnar og Arnar var ánægður með hvernig liðið svaraði fyrir sig. „Við fórum að finna lausnir og fengum ódýrar körfur. Við komust inn í teiginn og hættum að tapa boltanum. Við vorum í vandræðum með þær á opnum velli í upphafi leiks.“ Aðspurður hvað gekk vel í varnarleik Stjörnunnar í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins eina körfu sagði Arnar að það hafi ekki verið að stíga út. „Ekki að stíga út þar sem þær tóku örugglega 15 sóknarfráköst í leiknum. Við héldum þeim fyrir framan okkur og Selena Lott var í villu vandræðum. Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum henni og hún spilaði mjög vel.“ Arnar var afar ánægður með hvernig liðið hélt sjó undir lokin þegar að Njarðvík minnkaði niður forskot Stjörnunnar. „Ég ætla ekki að ljúga neinu með það að ég er rosalega stoltur af þessari frammistöðu. Það að hafa endað í efri hlutanum á móti þessum liðum gerði mig skíthræddan að þetta yrðu langir vormánuðir. Þetta bætir geðheilsuna talsvert og ég held að þetta hafi verið heilt yfir ein af okkar betri frammistöðu sem við höfum átt,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum ansi ánægður með sigurinn. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér fannst við spila einn besta leik sem við höfum spilað og ég er mjög sáttur með sigurinn,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik. Njarðvík byrjaði betur og komst snemma ellefu stigum yfir 1-12. Arnar sagði að Njarðvík hafi komið á óvart í upphafi leiks. „Þær komu út í hálf pressu sem við vorum augljóslega ekki tilbúin undir og þær komu okkur á óvart.“ Eftir áhlaup Njarðvíkur var allt annað að sjá spilamennsku Stjörnunnar og Arnar var ánægður með hvernig liðið svaraði fyrir sig. „Við fórum að finna lausnir og fengum ódýrar körfur. Við komust inn í teiginn og hættum að tapa boltanum. Við vorum í vandræðum með þær á opnum velli í upphafi leiks.“ Aðspurður hvað gekk vel í varnarleik Stjörnunnar í öðrum leikhluta þar sem Njarðvík gerði aðeins eina körfu sagði Arnar að það hafi ekki verið að stíga út. „Ekki að stíga út þar sem þær tóku örugglega 15 sóknarfráköst í leiknum. Við héldum þeim fyrir framan okkur og Selena Lott var í villu vandræðum. Þetta var í fyrsta skiptið sem við mætum henni og hún spilaði mjög vel.“ Arnar var afar ánægður með hvernig liðið hélt sjó undir lokin þegar að Njarðvík minnkaði niður forskot Stjörnunnar. „Ég ætla ekki að ljúga neinu með það að ég er rosalega stoltur af þessari frammistöðu. Það að hafa endað í efri hlutanum á móti þessum liðum gerði mig skíthræddan að þetta yrðu langir vormánuðir. Þetta bætir geðheilsuna talsvert og ég held að þetta hafi verið heilt yfir ein af okkar betri frammistöðu sem við höfum átt,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum ansi ánægður með sigurinn.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Sjá meira