Körfubolti

Valskonur þurftu að hafa fyrir hlutunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöld.
Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Valur vann góðan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Snæfelli í B-deild Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 69-57.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda, en Valskonur leiddu með fjórum stigum þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 31-27.

Í síðari hálfleik virtist enn ætla að ganga brösulega að skilja liðin að og var staðan jöfn, 48-48, þegar þriðja leikhluta lauk og komið var að lokaleikhlutanum.

Gestirnir í Snæfelli náðu forystunni í stöðunni 53-54, en Valsliðið sigldi fram úr á lokakaflanum og vann að lokum tólf stiga sigur, 69-57.

Téa Adams var stiga­hæst í liði Vals með 18 stig ásamt því að taka tíu frá­köst. Brook­lynn Pann­ell bætti við 15 stig­um og 12 frá­köst­um. Í liði Snæfellinga var Shawnta Shaw atkvæðamest með 17 stig og átta frá­köst




Fleiri fréttir

Sjá meira


×