United-menn hafa góða ástæðu til að halda með City og Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 13:16 Ef Liverpool og Arsenal gengur vel í Evrópukeppnunum gæti það skilað Englandi fimmta sætinu í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Getty/Shaun Botterill Vegna þeirra breytinga sem verða í ár á Meistaradeild Evrópu í fótbolta gæti verið full ástæða fyrir stuðningsmenn Manchester United að vonast eftir góðum árangri erkifjenda liðsins; Manchester City, Arsenal og Liverpool, í Evrópukeppnunum í ár. Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Það er nefnilega hörð keppni á milli landa um tvö ný sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Vinni England sér inn annað þessara sæta mun liðið sem endar í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor komast í Meistaradeildina. Astona Villa er núna í því sæti og Manchester United fimm stigum frá því. Sex ensk lið eru enn eftir í Evrópukeppnunum þremur og hver unninn leikur hjálpar þeim að safna stigum fyrir ensku úrvalsdeildina. Sem stendur er Ítalía með flest stig, Þýskaland næstflest, og England í 3. sæti, eftir að Manchester United og Newcastle enduðu bæði neðst í sínum riðli og féllu úr Meistaradeildinni í haust. Liðin fá tvö stig fyrir hvern sigur, eitt stig fyrir jafntefli en ekkert fyrir tap, og svo bónusstig fyrir að komast lengra í sinni keppni (þar eru flest bónusstig í boði í Meistaradeildinni en fæst í Sambandsdeildinni). Stigunum sem liðin safna er svo deilt með fjölda liða sem löndin áttu í Evrópukeppnunum í haust, sem í tilviki Englands eru átta. Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sex ensk lið enn í baráttunni Eins og fyrr segir eru sex ensk lið eftir í Evrópukeppnunum. Til að 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi sem sæti í nýju 36 liða Meistaradeildinni á næstu leiktíð þarf þeim að ganga ansi vel fram á vor. Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld þegar Manchester City freistar þess að gera betur en United gegn FC Kaupmannahöfn, og Leipzig tekur á móti Real Madrid. Arsenal mætir svo til leiks í 16-liða úrslitunum í næstu viku þegar liðið spilar við Porto. Liverpool, West Ham og Brighton bíða til 23. febrúar eftir því að vita hvaða liðum þau mæta í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, eftir að hafa unnið sína riðla í haust og þannig sloppið við umspilið sem liðin í 2. sæti riðlanna lentu í (það að spila í umspilinu getur reyndar gefið þjóðum forskot í baráttunni um að safna stigum). Aston Villa er svo í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar og bíður einnig til 23. febrúar eftir því að vita hverjir mótherjarnir verða þar. Inter á erfitt verkefni fyrir höndum í Meistaradeild Evrópu, gegn Atlético Madrid, en ekkert ítalskt lið hefur enn endanlega fallið úr Evrópukeppnunum í vetur.Getty/Stefano Guidi Ekkert ítalskt lið fallið úr keppni Til samanburðar þá á Ítalía þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Inter, Lazio og Napoli), og fjögur í Evrópudeildinni (AC Milan og Roma í umspili en Atalanta og Fiorentina komin áfram í 16-liða úrslit). Ekkert ítalskt lið er fallið úr keppni. Þýskaland á einnig þrjú lið eftir í Meistaradeildinni (Bayern, Dortmund og RB Leipzig), tvö í Evrópudeildinni (Leverkusen í 16-liða úrslitum og Freiburg í umspili), og eitt í Sambandsdeildinni (Frankfurt). Union Berlín féll úr Meistaradeildinni í haust. Spánn á svo fjögur lið í Meistaradeildinni (Atlético og Real Madrid, Barcelona og Real Sociedad), eitt í Evrópudeildinni (Villarreal) og eitt í Sambandsdeildinni (Real Betis). Osasuna mistókst hins vegar að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og Sevilla féll úr Meistaradeildinni. England og Spánn standa aðeins verr vegna þess að stigin sem þeirra lið safna deilast með átta, því þau byrjuðu með átta lið í Evrópukeppnunum, en stig Ítalíu og Þýskalands deilast með sjö.
Núverandi stigastaða: Ítalía 14,00 Þýskaland 13,64 England 13,63 Spánn 12,69 Tékkland 12,00 Belgía 11,60 Frakkland 11,58 Tyrkland 10,50 Holland 8,60 Danmörk 8,50 Efstu tvær deildirnar í lok leiktíðar fá sætin tvö sem bætast við Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti