„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2024 10:52 Anna Fanney er nýkrýndur sigurvegari Idolsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið. Bjóst engan veginn við sigri Sería tvö af Idolinu endaði með pomp og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum. „Ég er bara svo ótrúlega þakklát. Ég fann virkilega fyrir stuðningnum, það var alltaf verið að senda einhver skemmtileg skilaboð á okkur og ég held að allir í topp átta hópnum hafi fundið fyrir stuðningnum.“ Sigurinn virtist sannarlega hafa komið Önnu Fanneyju í opna skjöldu og var hún yfirveguð áður en úrslitin voru tilkynnt. „Ég var núll að búast við því að ég myndi vinna. Ég var 100% að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp þannig að ég var bara brosandi og ætlaði bara að njóta og standa þarna.“ Anna Fanney segist ekki hafa búist við sigri og eins og sjá má hér brá henni þegar sigurvegarinn var tilkynntur. Vísir/Hulda Margrét Algjörlega orðlaus og zone-aði út Í kjölfar sigursins þurfti Anna Fanney að taka lagið sem hún segir að hafi verið hálf súrrealískt móment. „Röddin mín var ekki tilbúin til þess að taka lagið aftur þannig að ég fór bara að hlæja og hafði gaman að þessu, segir Anna Fanney hlæjandi en hún sagði meðal annars sorry í flutningnum sem þáttastjórnendum Brennslunnar fannst mjög fyndið. Ég var í sjokki. Núna þegar ég horfi til baka á þáttinn fatta ég að ég þakkaði engum fyrir eða neitt. Ég var án gríns orðlaus og vissi ekkert hvað ég ætti að segja.“ Ætlar að kaupa sér bíl og fagnaði á flöskuborði Aðspurð hvað hún sjái fyrir sér að gera fyrir sigurféð er að minnsta kosti eitt sem hana bráðvantar. „Það er bíll, ég þarf bíl. Mamma skutlaði mér hingað,“ segir Anna Fanney og bætir við að kærastinn hennar muni aðstoða hana við valið. Helgin var með sanni viðburðarík hjá henni og fagnaði hún með stæl. „Það var smá wrap party með hópnum eftir útsendinguna. Svo var kærastinn minn með flöskuborð niðri í bæ þannig að ég fór bara beint á flöskuborð og skemmti mér vel.“ Vakti hún að sjálfsögðu athygli Idol aðdáenda í bænum. „Það voru nokkrir sem komu og báðu um mynd,“ segir Anna Fanney hlæjandi og bætir við: „Það var bara gaman.“ „Ótrúlega spennt“ að byrja að vinna að plötu Idol sigurinn er fyrsta skrefið í tónlistarferli Önnu Fanneyjar og má segja að það séu spennandi tímar framundan. Næstu skref eru eftirfarandi: „Ég er bara ótrúlega spennt að mæta upp í stúdíó. Ég kann ekki að semja texta sjálf en ég er byrjuð að punkta niður hvernig ég myndi vilja hafa lögin og einhverjar pælingar. Ég er ótrúlega spennt að vera með þetta tækifæri. Ég er vanalega á byrjunarreit en núna fæ ég þá hjálp sem ég þarf.“ Anna Fanney vakti mikla athygli í fyrstu Idol prufunni sinni síðastliðið haust þar sem flutningurinn grætti dómarann Daníel Ágúst. Hún sagðist þá varla þora að syngja fyrir framan mömmu sína en á þó að baki sér reynslu í tónlistarheiminum. Tólf ára gömul tók hún þátt í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent og sem unglingur keppti hún í söngvakeppni Samfés. „Ég tók smá pásu frá söngnum eftir það.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnaprufu Önnu Fanneyjar: Bæði leiðinlegt og þægilegt að vera búin Nú er Anna Fanney komin með plötusamning og segist vonandi byrja að vinna að nýju efni í vikunni. Hún segir sannarlega viðbrigði að seríunni sé nú lokið. „Það er mjög skrýtið að ég sé ekki á æfingu núna. Þetta er bæði leiðinlegt og þægilegt, svarar Anna Fanney aðspurð hvort það sé smá léttir að keyrslunni sé lokið.“ Hún hefur nú komist að lokaniðurstöðu um hver hafi verið hennar uppáhalds dómari. „Ég er búin að breyta í Herra Hnetusmjör. Hann var alltaf í svo góðu skapi og skemmtilegur.“ Trúði ekki að hún kæmist í topp átta Hún segir ótrúlegt að líta yfir þátttöku sína í vetur. „Þegar maður sér mig í byrjuninni á þessu ferli, ég var ótrúlega lítil í mér og átti enga von um að komast í topp átta, hvað þá að vinna keppnina.“ Hún segir að þessi reynsla hafi reynt á félagslegu hliðina og hún hafi þurft að ögra sér. „Ég þorði varla að tala við neinn í millistiginu. Ég byrjaði mest að tala við þau þegar ég var komin í topp átta,“ segir Anna Fanney og bætir við að hún hafi tengt hvað mest við Elísabetu í lokahópnum. „Ég var mjög leið alltaf þegar fólk var sent heim. Það var aldrei neitt beef. Við vorum einhvern tíma að tala um að við ættum kannski að starfa beef-i til þess að gera þetta áhugaverðara,“ segir hún hlæjandi. Hér má hlusta á viðtalið við Önnu Fanneyju í Brennslunni í heild sinni: Anna Fanney var sömuleiðis í viðtali í Bítinu sem má hlusta á hér: Idol Tónlist Brennslan Tengdar fréttir Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn. 12. febrúar 2024 10:20 Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. 9. febrúar 2024 20:54 Vaktin: Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 9. febrúar 2024 17:43 Einn keppandi sendur heim fyrir loka-einvígið Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni að Fossaleyni. Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét standa eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. 8. febrúar 2024 08:00 Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“ Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar. 7. febrúar 2024 07:00 Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. 6. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bjóst engan veginn við sigri Sería tvö af Idolinu endaði með pomp og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum. „Ég er bara svo ótrúlega þakklát. Ég fann virkilega fyrir stuðningnum, það var alltaf verið að senda einhver skemmtileg skilaboð á okkur og ég held að allir í topp átta hópnum hafi fundið fyrir stuðningnum.“ Sigurinn virtist sannarlega hafa komið Önnu Fanneyju í opna skjöldu og var hún yfirveguð áður en úrslitin voru tilkynnt. „Ég var núll að búast við því að ég myndi vinna. Ég var 100% að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp þannig að ég var bara brosandi og ætlaði bara að njóta og standa þarna.“ Anna Fanney segist ekki hafa búist við sigri og eins og sjá má hér brá henni þegar sigurvegarinn var tilkynntur. Vísir/Hulda Margrét Algjörlega orðlaus og zone-aði út Í kjölfar sigursins þurfti Anna Fanney að taka lagið sem hún segir að hafi verið hálf súrrealískt móment. „Röddin mín var ekki tilbúin til þess að taka lagið aftur þannig að ég fór bara að hlæja og hafði gaman að þessu, segir Anna Fanney hlæjandi en hún sagði meðal annars sorry í flutningnum sem þáttastjórnendum Brennslunnar fannst mjög fyndið. Ég var í sjokki. Núna þegar ég horfi til baka á þáttinn fatta ég að ég þakkaði engum fyrir eða neitt. Ég var án gríns orðlaus og vissi ekkert hvað ég ætti að segja.“ Ætlar að kaupa sér bíl og fagnaði á flöskuborði Aðspurð hvað hún sjái fyrir sér að gera fyrir sigurféð er að minnsta kosti eitt sem hana bráðvantar. „Það er bíll, ég þarf bíl. Mamma skutlaði mér hingað,“ segir Anna Fanney og bætir við að kærastinn hennar muni aðstoða hana við valið. Helgin var með sanni viðburðarík hjá henni og fagnaði hún með stæl. „Það var smá wrap party með hópnum eftir útsendinguna. Svo var kærastinn minn með flöskuborð niðri í bæ þannig að ég fór bara beint á flöskuborð og skemmti mér vel.“ Vakti hún að sjálfsögðu athygli Idol aðdáenda í bænum. „Það voru nokkrir sem komu og báðu um mynd,“ segir Anna Fanney hlæjandi og bætir við: „Það var bara gaman.“ „Ótrúlega spennt“ að byrja að vinna að plötu Idol sigurinn er fyrsta skrefið í tónlistarferli Önnu Fanneyjar og má segja að það séu spennandi tímar framundan. Næstu skref eru eftirfarandi: „Ég er bara ótrúlega spennt að mæta upp í stúdíó. Ég kann ekki að semja texta sjálf en ég er byrjuð að punkta niður hvernig ég myndi vilja hafa lögin og einhverjar pælingar. Ég er ótrúlega spennt að vera með þetta tækifæri. Ég er vanalega á byrjunarreit en núna fæ ég þá hjálp sem ég þarf.“ Anna Fanney vakti mikla athygli í fyrstu Idol prufunni sinni síðastliðið haust þar sem flutningurinn grætti dómarann Daníel Ágúst. Hún sagðist þá varla þora að syngja fyrir framan mömmu sína en á þó að baki sér reynslu í tónlistarheiminum. Tólf ára gömul tók hún þátt í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent og sem unglingur keppti hún í söngvakeppni Samfés. „Ég tók smá pásu frá söngnum eftir það.“ Hér má sjá fyrstu áheyrnaprufu Önnu Fanneyjar: Bæði leiðinlegt og þægilegt að vera búin Nú er Anna Fanney komin með plötusamning og segist vonandi byrja að vinna að nýju efni í vikunni. Hún segir sannarlega viðbrigði að seríunni sé nú lokið. „Það er mjög skrýtið að ég sé ekki á æfingu núna. Þetta er bæði leiðinlegt og þægilegt, svarar Anna Fanney aðspurð hvort það sé smá léttir að keyrslunni sé lokið.“ Hún hefur nú komist að lokaniðurstöðu um hver hafi verið hennar uppáhalds dómari. „Ég er búin að breyta í Herra Hnetusmjör. Hann var alltaf í svo góðu skapi og skemmtilegur.“ Trúði ekki að hún kæmist í topp átta Hún segir ótrúlegt að líta yfir þátttöku sína í vetur. „Þegar maður sér mig í byrjuninni á þessu ferli, ég var ótrúlega lítil í mér og átti enga von um að komast í topp átta, hvað þá að vinna keppnina.“ Hún segir að þessi reynsla hafi reynt á félagslegu hliðina og hún hafi þurft að ögra sér. „Ég þorði varla að tala við neinn í millistiginu. Ég byrjaði mest að tala við þau þegar ég var komin í topp átta,“ segir Anna Fanney og bætir við að hún hafi tengt hvað mest við Elísabetu í lokahópnum. „Ég var mjög leið alltaf þegar fólk var sent heim. Það var aldrei neitt beef. Við vorum einhvern tíma að tala um að við ættum kannski að starfa beef-i til þess að gera þetta áhugaverðara,“ segir hún hlæjandi. Hér má hlusta á viðtalið við Önnu Fanneyju í Brennslunni í heild sinni: Anna Fanney var sömuleiðis í viðtali í Bítinu sem má hlusta á hér:
Idol Tónlist Brennslan Tengdar fréttir Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn. 12. febrúar 2024 10:20 Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. 9. febrúar 2024 20:54 Vaktin: Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 9. febrúar 2024 17:43 Einn keppandi sendur heim fyrir loka-einvígið Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni að Fossaleyni. Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét standa eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. 8. febrúar 2024 08:00 Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“ Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar. 7. febrúar 2024 07:00 Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. 6. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Stjörnulífið: Idol, skíðaferðir og ástarjátningar Idol-gleði, skíðaferðir, barneignir og ástin spilaði lykilhlutverk í liðinni viku. Stjörnur landsins fögnuðu ýmsum tímamótum með glæsibrag og febrúar virðist fara vel í mannskapinn. 12. febrúar 2024 10:20
Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. 9. febrúar 2024 20:54
Vaktin: Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Stóra stundin er handan við hornið og spennan áþreifanleg. Úrslitakvöld Idol er í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. Þrjú keppa til úrslita í kvöld, þau Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét, sem hafa fangað huga og hjörtu þjóðarinnar. Við fylgjumst auðvitað með úrslitakvöldinu og lýsum framvindunni í Vaktinni á Vísi. 9. febrúar 2024 17:43
Einn keppandi sendur heim fyrir loka-einvígið Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni að Fossaleyni. Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét standa eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. 8. febrúar 2024 08:00
Nærmynd af Idol þríeykinu: „Við erum öll búin að sigra“ Spennan magnast í Idolinu og eftir standa þrír. Næstkomandi föstudagskvöld nær spennustigið svo hámarki þegar lokaþáttur Idolsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og í ljós kemur hver stendur uppi sem sigurvegari. Anna Fanney, Björgvin Þór og Jóna Margrét keppast um sigurinn en Lífið á Vísi fékk að kynnast þeim örlítið nánar. 7. febrúar 2024 07:00
Myndaveisla: Spennuþrungin stemmning á undanúrslitakvöldinu Undanúrslitaþáttur Idol fór fram síðastliðinn föstudag í Idolhöllinni að Fossaleyni. Aðeins þrír keppendur standa nú eftir sem keppast um að verða næsta Idolstjarna Íslands. 6. febrúar 2024 08:00