Áskorun til íslenskra stjórnvalda vegna fordæmalausrar stöðu á Gaza Steinunn Bergmann skrifar 12. febrúar 2024 12:01 Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að bregðast við og leita leiða til að tryggja tafarlausa brottför þeirra einstaklinga á Gaza sem hafa hlotið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Félagið hefur áður fordæmt ástandið á Gaza svæðinu og skorað á íslensk stjórnvöld að beita sér í þágu mannréttinda og friðar. Ísraelsríki er undir eftirliti Alþjóðadómstólsins í Haag, vegna ásakana um þjóðarmorð í Palestínsku, þar sem meirihluti er á barnsaldri. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza þar sem almennir borgarar ganga í gegnum hörmungar og fjöldi fólks hefur verið hrakin á flótta án þess að eygja möguleika á öruggu skjóli eða grunnþjónustu. Eins og ítrekað hefur verið bent á þá eykst fjöldi þeirra sem syrgja missi ástvina stöðugt og skelfingin vex með hverri mínútu. Þetta upplausnarástand mun leiða af sér alvarlegar langtíma afleiðingar og því mikilvægt að aðstoða fólkið til að komast í öruggt skjól. Fram hefur komið að stjórnvöld hafi átt í samráði við Norðurlönd og aðrar vinaþjóðir vegna dvalarleyfa og fjölskyldusameiningar palestínskra dvalarleyfishafa á Íslandi. Jafnframt hefur komið fram að Ísland fái hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en hin Norðurlöndin. Þá hefur komið fram að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða fólkið við að yfirgefa Gaza en það leysir ekki íslensk stjórnvöld undan siðferðilegri skyldu til aðstoðar. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því þarf að bregðast við án tafar. Einstaklingsframtakið hefur sýnt að það er hægt að ná til fólks á Gaza og aðstoða yfir landamæri. Enn berast fréttir um aukna hörku í aðgerðum Ísraelshers og því þarf að hafa hraðar hendur. Ísland hefur um árabil sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu og því ber að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við þetta fordæmalausa ástand. Félagsráðgjafar vinna gegn mannréttindabrotum hvar sem þau eiga sér stað með virðingu fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings. Félagsráðgjafafélag Íslands lýsir yfir samstöðu með félagsráðgjöfum í Palestínu sem verða einnig fyrir áhrifum af þessum hörmungum en reyna að standa vaktina með félagslegri ráðgjöf, stuðningi og aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir áfalli og skaða. Þeir kalla eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins og standa ráðþrota gagnvart þeirri kúgun sem fær að viðgangast, dæmi eru um palestínska félagsráðgjafa sem hafa verið handteknir og sitja nú í ísraelskum fangelsum án ákæru. Þeir biðla til alþjóðasamfélags félagsráðgjafa um að þagga ekki ástandið og draga ekki úr staðreyndum eins og valdaójafnvæginu sem felst í nýlendustefnu Ísraelsríkis gagnvart Palestínu og hefur leitt af sér gróf mannréttindabrot og kúgun. Félagsráðgjafafélag Íslands birti áskorun til stjórnvalda 20. október 2023 með ákalli um að þau beiti sér í þágu mannréttinda og friðar vegna átaka og mannréttindabrota á Gaza. Þann 10. desember 2023 ítrekaði félagið áskorun sína og hvatti félagsráðgjafa til að sýna samstöðu með því að undirrita hana en þegar hafa 80 aðilar undirritað. Margir félagsráðgjafar hafa tekið þátt í samstöðufundum og mótmælum með ákalli um aðgerðir í þágu mannréttinda og friðar. Stjórnvöld hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Sýnum samstöðu í verki, nú er fordæmalaus staða á Gaza sem krefst fordæmalausra aðgerða. Félagsráðgjafafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til að aðstoða einstaklinga sem eru í bráðum háska á Gaza og hafa sannarlega fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar