Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Gera hefur þurft hlé á Íslandsmótinu í fótbolta vegna þátttöku Íslands á stórmótum en skiptar skoðanir eru á því hvort að festa eigi sumarfrí í sessi. vísir/Hulda Margrét Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda. KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda.
KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16