Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 15:01 Keyshawn Woods í leik með Tindastól í Garðabænum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás. Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás.
Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68)
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti